Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 01. júní 2023 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dean Martin: Eins og í Rocky mynd
Lengjudeildin
Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var frábært. Alveg geggjað. Liðsheildin með bakið upp við vegg með tíu menn inná. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir nauman 2-1 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

"Við byrjuðum vel. Menn fóru eftir planinu og voru að spila sem lið," segir Dean um byrjun leiksins þar sem Selfyssingar léku ákaflega vel.

Leikurinn breyttist mikið þegar Oskar Wasilewski, varnarmaður Selfyssinga, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. "Ég sá það ekki nógu vel. Það er alltaf hættulegt að henda sér í tæklingu á gulu spjaldi. Þá bara ertu að bjóða upp á þetta."

Selfyssingar hafa nú fengið 3 rauð spjöld í seinustu þremur leikjum. Dean hefur engar áhyggjur af því. "Nei þetta er ekki áhyggjuefni. Menn leggja sig bara alla í leikinn. Þetta er þunn lína og stundum eru menn óheppnir og fara yfir línuna."

Þá viðurkennir hann fúslega að hafa verið stressaður undir lok leiksins þegar Þróttarar herjuðu duglega á mark heimamanna í leit að jöfnunarmarkinu. "Auðvitað var ég stressaður en ég treysti bara á leikmennina á vellinum að henda sér fyrir alla bolta. Þetta er eins og í Rocky mynd. menn þurfa að klára allar loturnar þó þeir fái á sig högg og sigra svo á fleiri stigum."


Athugasemdir
banner