Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   fim 01. júní 2023 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dean Martin: Eins og í Rocky mynd
Lengjudeildin
Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var frábært. Alveg geggjað. Liðsheildin með bakið upp við vegg með tíu menn inná. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir nauman 2-1 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

"Við byrjuðum vel. Menn fóru eftir planinu og voru að spila sem lið," segir Dean um byrjun leiksins þar sem Selfyssingar léku ákaflega vel.

Leikurinn breyttist mikið þegar Oskar Wasilewski, varnarmaður Selfyssinga, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. "Ég sá það ekki nógu vel. Það er alltaf hættulegt að henda sér í tæklingu á gulu spjaldi. Þá bara ertu að bjóða upp á þetta."

Selfyssingar hafa nú fengið 3 rauð spjöld í seinustu þremur leikjum. Dean hefur engar áhyggjur af því. "Nei þetta er ekki áhyggjuefni. Menn leggja sig bara alla í leikinn. Þetta er þunn lína og stundum eru menn óheppnir og fara yfir línuna."

Þá viðurkennir hann fúslega að hafa verið stressaður undir lok leiksins þegar Þróttarar herjuðu duglega á mark heimamanna í leit að jöfnunarmarkinu. "Auðvitað var ég stressaður en ég treysti bara á leikmennina á vellinum að henda sér fyrir alla bolta. Þetta er eins og í Rocky mynd. menn þurfa að klára allar loturnar þó þeir fái á sig högg og sigra svo á fleiri stigum."


Athugasemdir
banner