Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
   fim 01. júní 2023 22:20
Þorsteinn Haukur Harðarson
Dean Martin: Eins og í Rocky mynd
Lengjudeildin
watermark Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta var frábært. Alveg geggjað. Liðsheildin með bakið upp við vegg með tíu menn inná. Þeir gerðu allt sem ég bað þá um að gera," sagði Dean Martin, þjálfari Selfoss, eftir nauman 2-1 sigur gegn Þrótti í Lengjudeildinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Þróttur R.

"Við byrjuðum vel. Menn fóru eftir planinu og voru að spila sem lið," segir Dean um byrjun leiksins þar sem Selfyssingar léku ákaflega vel.

Leikurinn breyttist mikið þegar Oskar Wasilewski, varnarmaður Selfyssinga, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. "Ég sá það ekki nógu vel. Það er alltaf hættulegt að henda sér í tæklingu á gulu spjaldi. Þá bara ertu að bjóða upp á þetta."

Selfyssingar hafa nú fengið 3 rauð spjöld í seinustu þremur leikjum. Dean hefur engar áhyggjur af því. "Nei þetta er ekki áhyggjuefni. Menn leggja sig bara alla í leikinn. Þetta er þunn lína og stundum eru menn óheppnir og fara yfir línuna."

Þá viðurkennir hann fúslega að hafa verið stressaður undir lok leiksins þegar Þróttarar herjuðu duglega á mark heimamanna í leit að jöfnunarmarkinu. "Auðvitað var ég stressaður en ég treysti bara á leikmennina á vellinum að henda sér fyrir alla bolta. Þetta er eins og í Rocky mynd. menn þurfa að klára allar loturnar þó þeir fái á sig högg og sigra svo á fleiri stigum."


Athugasemdir
banner
banner