Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. ágúst 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alexander-Arnold langar að verða leiðtogi
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold skrifaði undir nýjan samning við Liverpool á dögunum. Samningurinn gildir til ársins 2025.

Trent er aðeins 22 ára gamall en hann hefur verið lykilmaður liðsins síðustu þrjú tímabil. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið árið 2016.

Pep Lijnders aðstoðarþjálfari Liverpool sagði í viðtali á dögunum að Trent ætti framtíð fyrir sér sem fyrirliði Liverpool.

Trent sagði í viðtali sem var tekið þegar hann skrifaði undir samninginn að honum langaði til að verða fyrirliði, leiðtogi inn á vellinum og utanvallar fyrir yngri leikmenn í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner