Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 01. ágúst 2024 16:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Höfum fengið tilboð í Júlíus og þeim hefur verið hafnað"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
ÍA og KR eru á meðal þeirra félaga sem fylgjast náið með leikmanni Fjölnis. Júlíus Mar Júlíusson er tvítugur og myndar með Baldvini Þór Berndsen ansi gott miðvarðapar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa bæði KR og ÍA boðið í leikmanninn.

„Við höfum fengið tilboð í Júlíus og þeim tilboðum hefur verið hafnað. Við erum í miklum samskiptum við leikmanninn og þá sem tengjast honum. Það er sameiginleg ákvörðun allra - og ég held hann hafi meira að segja sagt í viðtali við ykkur (Fótbolta.net) að hann vilji klára tímabilið með Fjölni - svo er bara staðan tekin í haust. Hann er með samning áfram við okkur út tímabilið 2025. Það er enginn asi hjá honum eða okkur að vaða í einhver mál," segir Hjörleifur Þórðarson við Fótbolta.net í dag. Hann er formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fjölni.

Vonast til að halda Óliver Degi
KR hefur verið orðað við Óliver Dag Thorlacius og staðfestir Hjörleifur að KR hafi sett sig í samband við leikmanninn sem verður samningslaus eftir tímabilið.

„KR hefur tilkynnt okkur að þeir ætli sér að ræða við Óliver," segir Hjörleifur.

Er ljóst að hann sé að fara í KR eftir tímabilið?

„Nei. Við ræddum við Óliver þegar þetta kom upp og við tjáðum honum að við vildum halda honum hjá okkur. Þetta er flottur strákur og frábær leikmaður. Við ákváðum að setja einbeitinguna á tímabilið og að rætt yrði saman eftir tímabilið. Við erum mjög ánægðir með Óliver og vonum innilega að hann sé tilbúinn að taka slaginn áfram með okkur," segir Hjörleifur.

Þeir Orri Þórhallsson, Kristófer Dagur Arnarsson og Árni Steinn Sigursteinsson spila þá ekki meira með Fjölni á tímabilinu því þeir eru farnir til Bandaríkjanna í háskólanám.

Fjölnir er á toppi Lengjudeildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir af deildinni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner