Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
   fim 01. ágúst 2024 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
Lengjudeildin
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Fótbolta.net um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mörg spurningamerki með þetta allt saman. Frábær dagur í dag."

„Þetta er leiðtogi íslenskrar fótboltasögu, fyrirliði íslenskrar knattspyrnu. Það er nákvæmlega það sem hann er að koma með inn í liðið. Það hefur svolítið öskrað á leiðtoga og karakter í Þórsliðinu upp á síðkastið og við höfum rætt það mikið innan leikmannahópsins og þá sækjum við þann stærsta," sagði Siggi.


Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Njarðvík laugardaginn 10. ágúst.

„Við erum að horfa í það að hann taki einhvern þátt í leiknum. Hann er ekki tilbúinn að byrja en ég býst við því að hann taki einhvern þátt í þeim leik," sagði Siggi.

Það eru vangaveltur um hvar hann muni spila á vellinum en hann getur bæði spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og miðvörður.

„Í sannleika sagt þá er það eitthvað sem við eigum eftir að skoða, ég og mitt teymi og hann. Hvar hann mun nýtast okkur best og hvar hann mun hafa áhrif á liðið," sagði Siggi.

Það er möguleiki á því að Aron fari á lán erlendis.

„Við erum að hjálpa honum, hann er að hjálpa okkur. Hann vill komast aftur í landsliðið, til þess að komast aftur í landsliðið þarf hann að fara út og til þess að komast út þarf hann að vera leikhæfur, með mínútur undir beltinu. Hann hlakkar til að stíga út á Þórsvöllinn og okkur hlakkar til að sjá hann."


Athugasemdir
banner
banner
banner