Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 01. ágúst 2024 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
Lengjudeildin
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Fótbolta.net um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mörg spurningamerki með þetta allt saman. Frábær dagur í dag."

„Þetta er leiðtogi íslenskrar fótboltasögu, fyrirliði íslenskrar knattspyrnu. Það er nákvæmlega það sem hann er að koma með inn í liðið. Það hefur svolítið öskrað á leiðtoga og karakter í Þórsliðinu upp á síðkastið og við höfum rætt það mikið innan leikmannahópsins og þá sækjum við þann stærsta," sagði Siggi.


Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Njarðvík laugardaginn 10. ágúst.

„Við erum að horfa í það að hann taki einhvern þátt í leiknum. Hann er ekki tilbúinn að byrja en ég býst við því að hann taki einhvern þátt í þeim leik," sagði Siggi.

Það eru vangaveltur um hvar hann muni spila á vellinum en hann getur bæði spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og miðvörður.

„Í sannleika sagt þá er það eitthvað sem við eigum eftir að skoða, ég og mitt teymi og hann. Hvar hann mun nýtast okkur best og hvar hann mun hafa áhrif á liðið," sagði Siggi.

Það er möguleiki á því að Aron fari á lán erlendis.

„Við erum að hjálpa honum, hann er að hjálpa okkur. Hann vill komast aftur í landsliðið, til þess að komast aftur í landsliðið þarf hann að fara út og til þess að komast út þarf hann að vera leikhæfur, með mínútur undir beltinu. Hann hlakkar til að stíga út á Þórsvöllinn og okkur hlakkar til að sjá hann."


Athugasemdir
banner
banner