Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 01. ágúst 2024 21:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Leiðtogi íslenskrar fótboltasögu
Lengjudeildin
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Mynd: Þór

„Þetta er svolítið óraunverulegt," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, í viðtali við Fótbolta.net um heimkomu Arons Einars Gunnarssonar í Þór. „Það er búið að vera langur aðdragandi að þessu og mörg spurningamerki með þetta allt saman. Frábær dagur í dag."

„Þetta er leiðtogi íslenskrar fótboltasögu, fyrirliði íslenskrar knattspyrnu. Það er nákvæmlega það sem hann er að koma með inn í liðið. Það hefur svolítið öskrað á leiðtoga og karakter í Þórsliðinu upp á síðkastið og við höfum rætt það mikið innan leikmannahópsins og þá sækjum við þann stærsta," sagði Siggi.


Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Njarðvík laugardaginn 10. ágúst.

„Við erum að horfa í það að hann taki einhvern þátt í leiknum. Hann er ekki tilbúinn að byrja en ég býst við því að hann taki einhvern þátt í þeim leik," sagði Siggi.

Það eru vangaveltur um hvar hann muni spila á vellinum en hann getur bæði spilað sem varnarsinnaður miðjumaður og miðvörður.

„Í sannleika sagt þá er það eitthvað sem við eigum eftir að skoða, ég og mitt teymi og hann. Hvar hann mun nýtast okkur best og hvar hann mun hafa áhrif á liðið," sagði Siggi.

Það er möguleiki á því að Aron fari á lán erlendis.

„Við erum að hjálpa honum, hann er að hjálpa okkur. Hann vill komast aftur í landsliðið, til þess að komast aftur í landsliðið þarf hann að fara út og til þess að komast út þarf hann að vera leikhæfur, með mínútur undir beltinu. Hann hlakkar til að stíga út á Þórsvöllinn og okkur hlakkar til að sjá hann."


Athugasemdir
banner
banner
banner