Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 01. nóvember 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Amorim að stíga inn í mjög flókinn klefa
Amorim var staðfestur í gær.
Amorim var staðfestur í gær.
Mynd: Getty Images
„Þetta er mjög flókinn klefi á Old Trafford og fólk segir mér að hans vinna þurfi að snúast um meira en fótbolta," segir Andy Mitten, ritstjóri United We Stand tímaritsins.

Hann er þar að ræða um komandi verkefni hjá Rúben Amorim sem tekur formlega við stjórnartaumunum hjá Manchester United þann 11. nóvember.

„Amorim fær sína hveitibrauðsdaga eins og aðrir stjórar. Hann er í miklum metum, eins og aðrir stjórar sem félagið hefur ráðið. Ég tel að hann sé að taka við mjög erfiðu starfi. Liðið hefur ekki staðið undir væntingum og sjálfstraustið er ekki mikið."

„Klefinn er snúinn með stórum egóum frá öllum heimshornum. Það er mjög erfitt fyrir stjóra að koma inn og breyta hlutunum. Félagið er risastórt og væntingarnar miklar, það er mikil pressa semfylgir því. Þetta eru leikmenn sem eru meðal þeirra launahæstu í heimi en eru alls ekki að standa undir því."
Athugasemdir
banner
banner
banner