Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 02. apríl 2020 11:07
Elvar Geir Magnússon
Ejub: Þessar sögur sem Jón Þorgrímur sagði um mig eru ósannar
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ejub Purisevic segir að saga sem Jón Þorgrímur Stefánsson sagði í Miðjunni á Fótbolta.net í síðustu viku sé ekki sönn.

Jón Þorgrímur spilaði undir stjórn Ejub á undirbúningstímabilinu árið 2000 áður en hann fór í FH. Valsmenn fengu frjálst kvöld í ferðinni til að fara út að skemmta sér og Jónsi sagði að Ejub hafi þá sagt: „Mér er alveg sama hvað þið gerið í kvöld. Það er frjálst kvöld á alla nema Jónsa."

Jón Þorgrímur sagðist hafa farið út að skemmta sér samt sem áður og að honum hafi lent saman við Ejub daginn eftir.

„Morguninn eftir kemur Ejub, hann er mjög skapstór líka og in your face týpa. Hann rífur í mig þegar við erum að koma upp á hótelið og ég segi honum að sleppa mér. Hann tekur þá fastar í hálsmálið á mér og ég segi: 'Gaur, slepptu mér!' Hann sleppti ekki svo ég endaði á að snúa hann niður og segja honum að hann hefði betur sleppt mér," sagði Jón Þorgrímur í Miðjunni í síðustu viku.

Hjörvar Hafliðason var einnig leikmaður Vals í umræddri æfingaferð og hann sagðist í Dr. Football í síðustu viku ekki muna eftir þessu atviki.

Ejub segir að þessi atburðarás hafi ekki átt sér stað. „Þessar sögur sem Jón Þorgrímur sagði um mig í viðtalinu eru ósannar," sagði Ejub við Fótbolta.net.

„Ef ég hefði sem þjálfari hjá félagi á borð við Val eða öðru félagi gert alvarlega hluti eins og þessa hefði það líklega haft mjög miklar afleiðingar fyrir mig og þessar sögur hefðu verið sagðar hvað eftir annað í íslenska fótboltaheiminum."
Miðjan - Jónsi var frábær í fótbolta en ástríðan í viðskiptum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner