„Ég er mjög sáttur að koma til Eyja og vinna," sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks, eftir 2-0 sigur á ÍBV í opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Breiðablik
„Það er eðlilegt að það sé stress í fyrsta leik, en mér fannst það vara of lengi. En þrjú stig eru það sem telur og svo er hægt að bæta ofan á það."
Þorsteinn telur að úrslitin hafi gefið rétta mynd af leiknum.
„Ég held það. Heilt yfir vorum við sterkari, en þær eru alltaf stórhættulegar. Þær lágu til baka og voru að beita skyndisóknum. Þær eru alltaf líklegar til að skora þegar þær komast á skrið."
Breiðablik er spáð öðru sæti í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Val er spáð titlinum.
„Lið sem er með einhverja 5000 leiki og 1000 landsleiki hlýtur að geta unnið eitthvað," sagði Þorsteinn og átti þar við Val.
Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir