„Við áttum klárlega að fá eitthvað út úr þessum leik það er bara svo einfalt en því miður er uppskeran rýr."
Sagði svekktur Binni Gests þjálfari ÍR eftir 1-0 tap gegn Þór á heimavelli.
Sagði svekktur Binni Gests þjálfari ÍR eftir 1-0 tap gegn Þór á heimavelli.
Lestu um leikinn: ÍR 0 - 1 Þór
ÍR fengu aragrúa af færum í leiknum en gátu ekki með nokkru móti komið boltanum í netið.
„Við gerðum nóg, þetta átti að vera nóg til þess að ná í allavega stig, ef ekki þrjú, en við skorum ekki og það virtist ekki skipta neinu máli hverskonar færi við fengum. Við vorum 3-4 sinnum einir á markmann og fengum ekkert út úr því."
Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem ÍR eru að spila fínasta fótbolta án þess að fá eitthvað út úr leiknum.
„Þetta er orðið ansi þreytt og við þurfum að breyta ansi miklu í hugarfarinu. Það er ekkert að fótboltalegri getu hjá okkur, en menn þurfa að fara að finna sigurvegarann í sjálfum sér ef menn ætla að fá eitthvað út úr þessu."
„Maður þarf að vera positívur í því sem maður er að gera og þetta snýst um að hjálpa strákunum að komast á lappir og skrið aftur og reyna að finna taktinn, þetta eru ungir strákar og við erum ekkert hættir. "
ÍR vildu fá víti seint í leiknum þegar Ármann Pétur togar Aron Kára leikmann ÍR niður í teignum.
„Hann fer þarna í trýnið á honum og togar hann niður og miðað við línuna. Það var flautað á allt, alveg sama hvað það var, ef menn hnerruðu þá var aukaspyrna, það hallaði ekkert á annað liðið. Þetta er orðið slæmt þegar menn vita ekki í hvora áttina maðurinn ætlar að benda þegar hann flautar."
Athugasemdir