Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
   fös 02. júní 2023 00:02
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óskar Smári: Við vorum einstaklingar og þær voru lið
Kvenaboltinn
Óskar Smári, þjálfari Fram
Óskar Smári, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við erum mjög svekkt, þetta var vont tap á móti liði sem kom upp með okkur í fyrra“ sagði Óskar Smári, þjálfari Fram, eftir 1-6 tap gegn Gróttu í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  6 Grótta

Grótta er frábært lið, ég ætla ekki að tala þær niður en okkar frammistaða var bara vond.

Þrátt fyrir að bæði lið séu nýliðar hafa þau byrjað deildina á mjög ólíkan hátt. Fram eru í 9. sæti með 1 stig eftir fimm leiki á meðan Grótta eru með 12 stig og á toppnum eins og staðan er í augnablikinu. 

"Við vorum einstaklingar en þær voru lið og það fór margt úrskeiðis í dag hjá okkur.

Það voru ekki liðnar nema 20 sekúndur þegar Grótta setti fyrsta markið og eftir það gengu þær á lagið og gáfu í. Eins og áður segir hefur tímabilið byrjað erfiðlega hjá Fram og aðspurður hvort að það sé að hafa áhrif á leikmenn segir hann:

Já ég held það. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist í dag þá já. Við þurfum að fara að rífa okkur í gang. Við þurfum að fara að gera hlutina miklu betur. Við þurfum að axla ábyrgð, við þurfum að taka af skarið, við þurfum að vera leiðtogar, við þurfum að vera karakterar. Við erum litlar, við erum hræddar, við erum smeykar, við erum hræddar við að tapa og það er vont.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilararnum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner