Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   fös 02. júní 2023 00:02
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óskar Smári: Við vorum einstaklingar og þær voru lið
Kvenaboltinn
Óskar Smári, þjálfari Fram
Óskar Smári, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Við erum mjög svekkt, þetta var vont tap á móti liði sem kom upp með okkur í fyrra“ sagði Óskar Smári, þjálfari Fram, eftir 1-6 tap gegn Gróttu í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  6 Grótta

Grótta er frábært lið, ég ætla ekki að tala þær niður en okkar frammistaða var bara vond.

Þrátt fyrir að bæði lið séu nýliðar hafa þau byrjað deildina á mjög ólíkan hátt. Fram eru í 9. sæti með 1 stig eftir fimm leiki á meðan Grótta eru með 12 stig og á toppnum eins og staðan er í augnablikinu. 

"Við vorum einstaklingar en þær voru lið og það fór margt úrskeiðis í dag hjá okkur.

Það voru ekki liðnar nema 20 sekúndur þegar Grótta setti fyrsta markið og eftir það gengu þær á lagið og gáfu í. Eins og áður segir hefur tímabilið byrjað erfiðlega hjá Fram og aðspurður hvort að það sé að hafa áhrif á leikmenn segir hann:

Já ég held það. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist í dag þá já. Við þurfum að fara að rífa okkur í gang. Við þurfum að fara að gera hlutina miklu betur. Við þurfum að axla ábyrgð, við þurfum að taka af skarið, við þurfum að vera leiðtogar, við þurfum að vera karakterar. Við erum litlar, við erum hræddar, við erum smeykar, við erum hræddar við að tapa og það er vont.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilararnum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner