Árni Súperman er alltaf fremstur í flokki þegar kemur að því að styðja íslenska liðið. Fótbolti.net hitti Árna í París í dag en hann hefur mætt á alla leiki Íslands á EM.
Súperman búningurinn er þó ekki með í för eins og Árni útskýrir í sjónvarpinu hér að ofan.
Við báðum hann að velja skemmtilegustu frönsku borgina sem hann hefur komið til.
„Hands down er það Nice. Þetta var eins og að vera í klámmynd í viku. Þetta var rosalegt," sagði Árni.
Athugasemdir























