Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
Pétur Péturs: Einhver 100 lið búin að bjóða í hana
   þri 02. júlí 2024 21:22
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Mar: Við ætlum að taka þá núna
,,Plís ekki skora!''
Hallgrímur í bikarúrslitaleiknum á síðasta ári. Hann vill klára dæmið í ár.
Hallgrímur í bikarúrslitaleiknum á síðasta ári. Hann vill klára dæmið í ár.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta svipaði til undanúrslitanna í fyrra, þvílík vinna og þvílík spenna. Bara geðveikt að vinna eins sterkt lið og Valur er,'' sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir 3-2 sigur á Val í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld. Hallgrímur skoraði í leiknum, spilaði bróðurpartinn af honum meiddur en gaf sig allan í verkefnið - og hefði líklega átt að gefa KA fólki tækifæri á að anda léttar á lokamínútum leiksins, en hinum sparkvissa Grímsa brást bogalistin í tvígang.


Lestu um leikinn: KA 3 -  2 Valur

Hvernig er standið á þér?

„Mér er illt í höndinni og í hásininni, en mér er sama núna. Það verður ekki gaman að vakna á morgun samt!''

Í seinni hálfleik fékk KA liðið þónokkur tækifæri til að auka forystu sína þegar að Valsarar freistuðu þess að jafna leikinn. Hallgrímur segir að hann eigi líklega eftir að svekkja sig á sínum klúðrum í nokkra daga.

„Þegar að fór að líða leikinn þá fóru þeir að stíga framar, þá voru þeir opnari þegar við vorum að vinna boltann - sem að varð til þess að við fengum færi.''

Hann hélt áfram:

„Meðal annars ég. Ég fékk tvö dauðafæri, sem ég bara að skora. Ég á eftir að pirra mig í nokkra daga á þessu. Þetta er bara eins og að klúðra víti eins og færið mitt þarna í lokin.''

Hvað fer í gegnum hausinn á mönnum þegar að svona færi fara forgörðum?

„Ég veit það ekki. Ég hugsaði bara plís ekki skora! Ég veit ekki af hverju ég er að reyna að setja hann svona utarlega í hornið. Frederik er farinn í hitt hornið og ég hefði nánast getað sett hann á mitt markið, en það skiptir ekki máli. Við erum komnir í úrslitin,'' sagði kampakátur Hallgrímur.

KA menn eru komnir í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Síðast þurftu þeir að sætta sig við silfrið gegn frábæru Víkingsliði. Nú hljóta menn að vilja bikarinn norður.

„Við vorum nálægt þessu í fyrra. Mér fannst leikurinn vera 50/50 þó að Víkingarnir hafi unnið okkur 3-1, þá áttum við séns. Vonandi mætum við þeim bara aftur og við ætlum að taka þá núna,'' sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner