Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   mið 02. september 2020 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Louis Wardle um 'Jordan effect': Fær mann til að hugsa þó þetta sé önnur íþrótt
Lengjudeildin
Louis (hjá boltanum) í leik gegn Aftureldingu á síðustu leiktíð
Louis (hjá boltanum) í leik gegn Aftureldingu á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Magni
„Þetta er frábær tilfinning, við byrjuðum tímabilið hægt en eftir nokkrar breytingar á skipulagi og öðru ásamt því sem kallað er 'Jordan effect' þá erum við komnir á betra ról," sagði Louis Aaron Wardle, leikmaður Magna og maður leiksins á Grenivík, eftir sigur gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  2 Afturelding

Hvað er þetta 'Jordan effect' sem Louis og Svenni þjálfari tala um?

„Þetta tengist körfuboltamanninum Michael Jordan. Svenni byrjaði að sýna okkur myndbönd um það hvernig sé að spila í hæsta gæðaflokki, þó það sé í annarri íþrótt, og það virkaði vel á hópinn. Það er eitthvað annað í gangi hjá okkur núna. Ég finn mikinn mun. Sumir hlutir sem eru sagðir í þessum myndböndum fá þig til að hugsa og þú tekur með þér í leikinn þinn, þetta hefur áhrif innan og utan vallar."

Að leiknum í kvöld: Er Louis sáttur með eigin frammistöðu?

„Ég skoraði og lagði upp svo ég er sáttur en mikilvægast er að við náðum í þrjú stig. Ég er búinn að glíma við smá meiðsli en gat spilað. Ég þurfti þó að fara af velli vegna meiðslanna, strákarnir gerðu vel það sem eftir lifði leiks."

Louis kom til Grenivíkur um mitt mótið í fyrra. Hvernig er að vera hjá Magna?

„Þetta hefur verið góður tími. Ég var spurður hvort ég vildi koma aftur og ég var meira en til í að aðstoða liðið við að ná sínum markmiðum."

Var ákvörðunin auðveld að koma aftur?

„Já ég sagði bara við þá að segja mér hvenær flugið væri."

Tveir sigrar í röð hjá Magna. Louis var að lokum spurður hvort andrúmsloftið væri ekki léttara í klefanum núna.

„Jú, eftir leikinn þá fögnuðu menn innilega. Allir vissu að ef við myndum leggja okkur fram, myndum ekki gefast upp og héldum áfram að berjast þá myndu þessar gleðistundir koma."

Nánar er rætt við Louis í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir