Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mið 02. september 2020 21:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Louis Wardle um 'Jordan effect': Fær mann til að hugsa þó þetta sé önnur íþrótt
Lengjudeildin
Louis (hjá boltanum) í leik gegn Aftureldingu á síðustu leiktíð
Louis (hjá boltanum) í leik gegn Aftureldingu á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Magni
„Þetta er frábær tilfinning, við byrjuðum tímabilið hægt en eftir nokkrar breytingar á skipulagi og öðru ásamt því sem kallað er 'Jordan effect' þá erum við komnir á betra ról," sagði Louis Aaron Wardle, leikmaður Magna og maður leiksins á Grenivík, eftir sigur gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  2 Afturelding

Hvað er þetta 'Jordan effect' sem Louis og Svenni þjálfari tala um?

„Þetta tengist körfuboltamanninum Michael Jordan. Svenni byrjaði að sýna okkur myndbönd um það hvernig sé að spila í hæsta gæðaflokki, þó það sé í annarri íþrótt, og það virkaði vel á hópinn. Það er eitthvað annað í gangi hjá okkur núna. Ég finn mikinn mun. Sumir hlutir sem eru sagðir í þessum myndböndum fá þig til að hugsa og þú tekur með þér í leikinn þinn, þetta hefur áhrif innan og utan vallar."

Að leiknum í kvöld: Er Louis sáttur með eigin frammistöðu?

„Ég skoraði og lagði upp svo ég er sáttur en mikilvægast er að við náðum í þrjú stig. Ég er búinn að glíma við smá meiðsli en gat spilað. Ég þurfti þó að fara af velli vegna meiðslanna, strákarnir gerðu vel það sem eftir lifði leiks."

Louis kom til Grenivíkur um mitt mótið í fyrra. Hvernig er að vera hjá Magna?

„Þetta hefur verið góður tími. Ég var spurður hvort ég vildi koma aftur og ég var meira en til í að aðstoða liðið við að ná sínum markmiðum."

Var ákvörðunin auðveld að koma aftur?

„Já ég sagði bara við þá að segja mér hvenær flugið væri."

Tveir sigrar í röð hjá Magna. Louis var að lokum spurður hvort andrúmsloftið væri ekki léttara í klefanum núna.

„Jú, eftir leikinn þá fögnuðu menn innilega. Allir vissu að ef við myndum leggja okkur fram, myndum ekki gefast upp og héldum áfram að berjast þá myndu þessar gleðistundir koma."

Nánar er rætt við Louis í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner