Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 02. október 2020 21:29
Victor Pálsson
Diogo Dalot á leið til AC Milan
Portúgalinn Diogo Dalot er að ganga í raðir ítalska stórliðsins AC Milan en frá þessu greinir blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio í kvöld.

Dalot er 21 árs gamall bakvörður en hann er samningsbundinn Manchester United á Englandi.

Dalot kom frá portúgalska stórliðinu Porto fyrir tveimur árum en hefur aðeins spilað 20 deildarleiki til þessa.

United var opið fyrir því að hleypa Dalot burt í þessum glugga og gerir hann lánssamning við Milan.

Di Marzio segir að Dalot sé á leið til Ítalíu og mun gangast undir læknisskoðun á morgun.

Athugasemdir
banner
banner