Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 02. október 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Tvö þýsk félög berjast um Sessegnon
Þýsku félögin Hertha Berlin og Hoffenheim vilja fá Ryan Sessegnon á láni frá Tottenham áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.

Sessegnon spilaði einungis tólf leiki hjá Tottenham á síðasta tímabili.

Sessegnon getur spilað á vinstri kanti og í vinstri bakverði en eftir komu Sergio Reguilon og Gareth Bale er samkeppnin ennþá meiri fyrir hann.

Hinn tvítugi Sessegnon hefur ekki verið í leikmannahópi Tottenham í neinum leik á þessu tímabili og er líklega á förum á láni.

Brighton og Celtic höfðu einnig sýnt Sessegnon áhuga en nú er líklegast að hann fari til Þýskalands.
Athugasemdir
banner