Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   sun 02. október 2022 17:55
Sverrir Örn Einarsson
Joey Gibbs: Var bara ekki að finna mörkin
Joey Gibbs
Joey Gibbs
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Það er mikilvægt fyrir okkur að klára þessa fimm leiki af krafti. Það eru auðvitað vonbrigði fyrir okkur að hafa ekki náð inn í topp svo að við viljum gera eins vel og við getum í þessum fimm leikjum og reyna að vinna þá alla.“ Sagði Joey Gibbs hetja Keflavíkur eftir 3-2 sigur þeirra á ÍA fyrr í dag þar sem Gibbs skoraði sigurmarkið með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 ÍA

Undanfarin ár hefur verið ansi mikill hiti í leikum Keflavíkur og ÍA og hart barist á vellinum. Gerir það sigurinn ennþá sætari að hann skyldi koma gegn ÍA?

„Í öllum leikjum sem við höfum mætt þeim í hefur verið eitthvað mikið undir annaðhvort hjá okkur eða þeim eins og undanúrslit í bikar, Þetta eru alltaf hörkuleikir en það er ánægjulegast fyrir okkur að vinna heimaleik gegn þeim sem ég held að talsvert síðan að gerðist síðast. Það var okkur ofarlega í huga og ég er ánægður að við tókum stigin þrjú.“

Gibbs sem framan af móti var ekki að finna markaskóna sína hefur verið að bæta í að undanförnu og tekist að skora reglulega að undanförnu og virðist endurnærður eftir að hafa haldið til Ástralíu af persónulegum ástæðum fyrr í sumar.

„Þetta var langur tími án marks og langt síðan ég hef lent í því en ég reyni bara að einbeita mér að mínum leik. Ég var ánægður með allt annað en var bara ekki að finna mörkin sem fyrir framherja eru drifkrafturinn og hvatning. En ég vonaðist alltaf eftir því að skora og komast í gang og það virðist hafa verið að gerast í síðustu leikjum og mér líður vel og finnst ég kraftmeiri. “

Sagði Gibbs en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner