Rúben Amorim, nýr stjóri Man Utd, vill fá Ousmane Diomande til Manchester, stórlið fylgjast með samningsstöðu Vinicius Jr og Gary O'Neil, stjóri Wolves, er undir pressu. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins.
Amorim vill taka Ousmane Diomande (20) miðvörð Sporting með sér til Manchester. Fílbeinstrendingurinn er metinn á 70 milljónir punda. (Sun)
Viktor Gyökeres (26) framherji Sporting er áfram undir smásjá Arsenal. Svíinn er að skoða framtíð sína eftir brottharf Amorim. (TeamTalk)
Man Utd gæti blandað sér í baráttuna við Arsenal, Chelsea, Liverpool og Man City um Gyökeres. (Florian Plettenberg)
Man Utd er eitt af þremur stórliðum í Evrópu sem fylgjast náið með samningsstöðu Vinicius Jr (24) hjá Real Madrid. Brasilíumaðurinn er í viðræðum við Real um nýjan samning. Núgildandi samningur gildir fram á sumarið 2027. (Relevo)
Steven Gerrard ætlar að berjast fyrir framtíð sinni hjá Al-Ettifaq. (Mail)
Hópurinn hjá Man Utd vill að Ruud van Nistelrooy, bráðabirgða stjóri liðsins, verði áfram hjá félaginu þegar Amorim tekur við. (Sun)
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill fá Leroy Sany (28) frá Bayern Munchen. (Christian Falk)
Arsenal og Southampton hafa áhuga á Luighi (18) framherja Palmeiras. (Nosso Palmeiras)
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vill fá Patrick Dorgu (20) varnarmann Lecce til London. (GiveMeSport)
Gary O'Neil hefur einungis tvo leiki til að bjarga starfi sínu hjá Wolves. (Football Insider)
Tottenham leiðir í baráttunni um Mason Melia (17) framherja St Patrick's Athletic. (Teamtalk)
Gerado Martino, þjálfari Inter Miami, segir ómögulegt að fá Neymar (32) frá Al-Hilal. (ESPN)
Athugasemdir