Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   fös 02. desember 2022 15:19
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal: Erum orðnir vanir neikvæðri umfjöllun
Holland og Bandaríkin mætast klukkan 15 á morgun í fyrsta leik 16-liða úrslita HM.

Louis van Gaal hefur ekki farið leynt með að hollenska liðið stefni á heimsmeistaratitilinn og segir að gagnrýni og neikvæð umræða um liðið tufli menn ekki.

Hollenska liðið hefur fengið gagnrýni og talað um að það sé ekki nægilega sóknarsinnað.

„Þetta var alveg eins 2014, það var mjög neikvæð umræða. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Ég er vanur þessu og ég tel að leikmenn mínir séu það líka," segir Van Gaal.

Undir stjórn Van Gaal tapaði Holland gegn Argentínu í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum 2014.

„Bandaríkin eru með frábært lið. Ég tel þá jafnvel vera með eitt af bestu liðunum. Þetta verður erfiður leikur en ekkert sem við getum ekki yfirstigið."
Athugasemdir
banner