Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 03. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Barker látinn 39 ára að aldri
Chris Barker, fyrrum varnarmaður Cardiff City, er látinn aðeins 39 ára að aldri.

Hann fannst látinn á heimili sínu í Cardiff á nýársdag. Ekki er talið að dauði hans hafi borið af með saknæmum hætti.

Að sögn The Sun þá skilur Barker eftir sig maka og tvær ungar dætur.

Hann hjálpaði Cardiff að komast upp úr þriðju efstu deild Englands árið 2003, en hann lék 162 leiki með félaginu. Hann spilaði einnig með Stoke, Barnsley og QPR á fótboltaferlinum. Skórnir fóru upp á hillu árið 2017.


Athugasemdir
banner
banner