Enska úrvalsdeildin snýr aftur í kvöld eftir bikarhlé. Chelsea mætir Fulham í nágrannaslag, umferðin heldur áfram á morgun með sjö leikjum og lýkur svo með viðureign Manchester City og Tottenham á sunnudag.
Logi Geirsson var spámaður síðustu umferðar og var hann með fjóra rétta. Reykjavíkurmeistarinn Albert Hafsteinsson spáir í leiki umferðarinnar.
Logi Geirsson var spámaður síðustu umferðar og var hann með fjóra rétta. Reykjavíkurmeistarinn Albert Hafsteinsson spáir í leiki umferðarinnar.
Chelsea 2 - 1 Fulham (Í kvöld 20:00)
Held að Chelsea taki þennan leik með herkjum. Það hlýtur einhver að fangelsa Todd Boehly eftir þennan glugga. Selur besta manninn sinn til Arsenal og kaupir bara eitthvað inn.
Everton 0 - 4 Arsenal (Laugardagur 12:30)
Alltaf erfitt að mæta liði með nýjan stjóra. Ekki fyrir þetta Arsenal lið samt. Bara spurning hvort við skorum 4 eða 5 mörk. Saka og Martinelli munu leika bakverði Everton grátt.
Aston Villa 1 - 0 Leicester (Laugardagur 15:00)
Aston Villa gerðu vel að ráða Emery. Ég mun sennilega horfa á einhvern annan leik en þennan. Watkins mun ganga frá þessu í seinni hálfleik.
Brentford 2 - 0 Southampton (Laugardagur 15:00)
Brentford er ekki að tapa mikið á heimavelli. Toney og Mbeumo skora sitthvort markið.
Brighton 2 - 0 Bournemouth (Laugardagur 15:00)
Brighton er með eitt skemmtilegasta liðið í dag. Hægri bakvörður Bournemouth þarf að taka sjóveikistöflur áður en hann mætir Mitoma. Hann skorar bæði.
Man Utd 2 - 1 Crystal Palace (Laugardagur 15:00)
Þetta hafa verið nokkuð jafnir leikir síðustu ár. United er á smá runni núna og það heldur áfram. Þeir rétt merja þennan leik. Rashford og Martial.
Wolves 0 - 1 Liverpool (Laugardagur 15:00)
Dökkt ský yfir Liverpool borg þessa dagana en þeir munu kreista út sigur í þessum leik. Gakpo opnar markareikninginn sinn í leiðinlegum leik.
Newcastle 2 - 0 West Ham (Laugardagur 17:30)
Pope skellir í lás í enn eitt skiptið. Tommi Steindórs getur því sleppt að horfa á þennan leik og fundið sér eitthvað skemmtilegra að gera á laugardagskvöldi.
Nott'm Forest 1 - 2 Leeds (Sunnudagur 14:00)
Þessi verður skemmtilegur. Gnonto er eitthvað skrímsli sem var líklega búið til á rannsóknarstofu og hann gerir gæfumuninn í þetta skipti.
Spurs 0 - 3 Man City (Sunnudagur 16:30)
Spurs verða lengi vel inni í þessum leik en Hugo Lloris mun gera þeim bjarnargreiða í enn eitt skiptið. City gengur svo á lagið.
Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 12 | 9 | 2 | 1 | 24 | 6 | +18 | 29 |
| 2 | Chelsea | 12 | 7 | 2 | 3 | 23 | 11 | +12 | 23 |
| 3 | Man City | 12 | 7 | 1 | 4 | 24 | 10 | +14 | 22 |
| 4 | Aston Villa | 12 | 6 | 3 | 3 | 15 | 11 | +4 | 21 |
| 5 | Crystal Palace | 12 | 5 | 5 | 2 | 16 | 9 | +7 | 20 |
| 6 | Brighton | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 16 | +3 | 19 |
| 7 | Sunderland | 12 | 5 | 4 | 3 | 14 | 11 | +3 | 19 |
| 8 | Bournemouth | 12 | 5 | 4 | 3 | 19 | 20 | -1 | 19 |
| 9 | Tottenham | 12 | 5 | 3 | 4 | 20 | 14 | +6 | 18 |
| 10 | Man Utd | 12 | 5 | 3 | 4 | 19 | 19 | 0 | 18 |
| 11 | Everton | 12 | 5 | 3 | 4 | 13 | 13 | 0 | 18 |
| 12 | Liverpool | 12 | 6 | 0 | 6 | 18 | 20 | -2 | 18 |
| 13 | Brentford | 12 | 5 | 1 | 6 | 18 | 19 | -1 | 16 |
| 14 | Newcastle | 12 | 4 | 3 | 5 | 13 | 15 | -2 | 15 |
| 15 | Fulham | 12 | 4 | 2 | 6 | 13 | 16 | -3 | 14 |
| 16 | Nott. Forest | 12 | 3 | 3 | 6 | 13 | 20 | -7 | 12 |
| 17 | West Ham | 12 | 3 | 2 | 7 | 15 | 25 | -10 | 11 |
| 18 | Leeds | 12 | 3 | 2 | 7 | 11 | 22 | -11 | 11 |
| 19 | Burnley | 12 | 3 | 1 | 8 | 14 | 24 | -10 | 10 |
| 20 | Wolves | 12 | 0 | 2 | 10 | 7 | 27 | -20 | 2 |
Athugasemdir


