Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 03. apríl 2021 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lægsta xG Arsenal frá því byrjað var að taka það saman
Það hefur verið fjallað um það vel í kvöld að Arsenal spilaði ekki vel í 3-0 tapinu gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig:
Arteta bjóst ekki við þessu: Ég er í sjokki
Hefði verið mikil reiði á Emirates í kvöld

The xG Philosophy á Twitter fjallar um xG tölfræðiþáttinn og segir frá því í kvöld að Arsenal hafi aldrei verið með eins lítið xG og í kvöld, frá því þau byrjuðu að taka saman xG árið 2014.

Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Þú getur fengið xG á bilinu 0-1 fyrir hvert færi sem þú færð, miðað við hversu líklegt er að þú skorir úr færinu.

Arsenal var með 0,09 í xG í kvöld sem er afskaplega lítið. Liverpool var með 2,17 og skoraði þrjú mörk.

Arsenal er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Athugasemdir
banner