Stígur er efnilegur kantmaður sem sneri aftur til Víkings í vetur eftir rúmlega tveggja ára fjarveru. Hann er unglingalandsliðsmaður sem á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin og hefur skorað fimm mörk.
Hann lék fyrst með U19 liði Benfica í Portúgal og var svo á mála hjá Triestina á Ítalíu í tæp hálft ár. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Hann lék fyrst með U19 liði Benfica í Portúgal og var svo á mála hjá Triestina á Ítalíu í tæp hálft ár. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Stígur Diljan Þórðarson
Gælunafn: Stígsi
Aldur: orðinn 19
Hjúskaparstaða: single
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: kom inná á móti Keflavík 16 ára, Arnar loksins setti mig inná...ég gaf hann einn í gegn á Helga Guðjóns sem skorar alltaf en sleppti bara að skora þarna
Uppáhalds drykkur: Ginger ale
Uppáhalds matsölustaður: Fékk Olifa Pizza um daginn, mjög gott
Uppáhalds tölvuleikur:
Áttu hlutabréf eða rafmynt: nope
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Snowfall er geggjað
Uppáhalds tónlistarmaður: Rihanna eða Future eða Drake, get ekki valið
Uppáhalds hlaðvarp: Doc
Uppáhalds samfélagsmiðill: Insta
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: örugglega Netökuskolinn.is at the moment
Fyndnasti Íslendingurinn: Auddi með hár (prime Auddi)
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:
"Setur það á svo með að ýta á hringinn lokaðan"
Sölvi Ottesen að kenna mer á þjófavarnakerfið í Víkinni
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA pls no
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Geovany Quenda í Sporting
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Gunnlaugs
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Joh hættir ekki að væla
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Neymar, Zlatan og Gylfi Sig
Sætasti sigurinn: Held þegar við unnum deildina í Portúgal í fyrra með Benfica, það var sætt
Mestu vonbrigðin: Panathinaikos var vel þreytt tap
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Aron Sig, hann er góður
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Stígur
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Atli Þór Jónasson, 100 kg pure meat
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Katla Guðmunds systir Alberts
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi alltaf
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Innkast er alveg glatað
Uppáhalds staður á Íslandi: Mmmm Fossvogurinn
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrsta sem mér dettur í hug, gerðist í leik núna með landsliðinu á móti Dönum, Tómas Joh sagði Kjartani Má að hlaupa til baka en Kjartan sagðist ekki vera búinn að hlaupa í tvo mánuði. Tómas tók ekki vel í það og þeir byrjuðu að rífast á vellinum. Það var vel fyndið.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei því miður, not that guy
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei tengi ekki við neitt annað
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike vapor forever
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Að hlusta, erfitt með hlusta svo líka stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: Fyrsta æfing með mfl, var svona 14 ara og Adam Páls sagði mér að Arnar þurfti að eiga við mig orð. Þannig ég mætti á skrifstofuna þar sem Arnar skildi ekkert hvað ég væri að pæla og ég hraðroðnaði
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ishowspeed, Ronaldo og Zlatan það yrði 100% geggjað
Bestur/best í klefanum og af hverju: Uuu alveg nokkrir, Helgi Guðjons og Davið Örn eru flottir
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég vel alltaf Pálma Arinbjörnsson, hann er algjör nörd og sniðugur og myndi passa fullkomlega í Ísland Got Talent
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með fóbíu fyrir tyggjói, mörgum finnst það mjög merkilegt
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: vissi ekki að Danni Hafsteins væri með 99 shooting
Hverju laugstu síðast: sagði við Viktor Örlyg að ég hefði pumpað í boltana
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun!
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja og grátbiðja Neymar um að koma í Prem
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Það má búast við miklu frá Vikes í sumar
Athugasemdir