Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
sunnudagur 6. apríl
Mjólkurbikar karla
fimmtudagur 3. apríl
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Championship
Blackburn - Middlesbrough - 19:00
Bundesligan
Augsburg - Bayern - 18:30
Serie A
Genoa - Udinese - 18:45
Úrvalsdeildin
Nizhnyi Novgorod - Orenburg - 16:00
La Liga
Vallecano - Espanyol - 19:00
banner
fim 03.apr 2025 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina: 2. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Víkingur muni enda í öðru sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Víkingar enduðu í öðru sæti í fyrra og ef spáin rætist, þá enda þeir aftur þar.

Víkingur fagnar sigri í Sambandsdeildinni.
Víkingur fagnar sigri í Sambandsdeildinni.
Mynd/Víkingur
Sölvi Geir er tekinn við Víkingum.
Sölvi Geir er tekinn við Víkingum.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Oliver Ekroth er nýr fyrirliði Víkinga.
Oliver Ekroth er nýr fyrirliði Víkinga.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi er kominn í Víking.
Gylfi er kominn í Víking.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Atli Þór kom frá HK.
Atli Þór kom frá HK.
Mynd/Víkingur
Ari og Gísli voru báðir seldir í atvinnumennsku.
Ari og Gísli voru báðir seldir í atvinnumennsku.
Mynd/Fótbolti.net - Tom
Jón Guðni lagði skóna á hilluna í gær.
Jón Guðni lagði skóna á hilluna í gær.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári er líka hættur.
Halldór Smári er líka hættur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar er mikilvægur.
Gunnar Vatnhamar er mikilvægur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís er einn besti miðjumaður deildarinnar.
Aron Elís er einn besti miðjumaður deildarinnar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gera Víkingar í sumar?
Hvað gera Víkingar í sumar?
Mynd/Víkingur
Spáin:
1. Breiðablik
2. Víkingur R., 136 stig
3. Valur, 114 stig
4. KR, 104 stig
5. Stjarnan, 102 stig
6. ÍA, 84 stig
7. FH, 62 stig
8. KA, 60 stig
9. Fram, 58 stig
10. Afturelding, 37 stig
11. Vestri, 27 stig
12. ÍBV, 14 stig

Um liðið: Euro Vikes mættu svo sannarlega til leiks á síðasta tímabili. Þeirra tímabil er eiginlega bara enn í gangi, eitthvað lengst tímabil fótboltasögunnar. Víkingar fóru alla leið í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar sem var stórkostlegt afrek. Hér heima þá töpuðu þeir tveimur úrslitaleikjum, gegn KA í bikarnum og gegn Breiðabliki í lokaleik Bestu deildarinnar. Það hafa orðið breytingar á Víkingum frá síðasta tímabili en markmiðin eru án efa þau sömu; að taka alla titla og gera vel í Evrópu.

Þjálfarinn: Það var rökrétt skref að Sölvi Geir Ottesen myndi taka við Víkingum af Arnari Gunnlaugssyni þegar að því kæmi. Arnar var ráðinn landsliðsþjálfari snemma árs og þá var það fljótlega augljóst að Sölvi myndi taka við starfi hans. Sölvi, sem er fyrrum landsliðs- og atvinnumaður, hefur verið aðstoðarmaður Arnars síðustu ár og sýnt mikinn metnað í því starfi. Hann hefur einnig séð um varnarleik og föst leikatriði fyrir A-landsliðið og U21 landsliðið með góðum árangri, en nú fer allur fókus á það að vera aðalþjálfari Víkings. Hann fór vel af stað í því starfi þar sem Víkingar léku mjög vel í einvígi sínu gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni og voru bara óheppnir að fara ekki áfram.

Styrkleikar: Það hefur verið mikill stöðugleiki hjá Víkingi síðustu árin, bæði í liðinu og í kringum liðið. Þó Arnar Gunnlaugs sé ekki áfram með liðið, þá er stöðugleikinn áfram til staðar. Leikmannahópurinn er frábærlega mannaður og ekki varð hann verri þegar Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði undir samning við Víkinga. Gylfi ætti að geta lyft Víkingum upp á nýtt plan og sérstaklega í föstum leikatriðum undir handleiðslu Sölva. Lið Víkinga er fullt af sigurvegurum sem eru væntanlega gríðarlega hungraðir að endurheimta stóru titlana tvo.

Veikleikar: Það er mjög erfitt að finna veikleika fyrir efstu tvö lið deildarinnar, risana tvo í þessari deild. Auðvitað er mikill söknuður af Arnari þó stöðugleikinn hafi haldist með ráðningu Sölva. Arnar var gríðarlega stór karakter fyrir þetta Víkingslið og leikmenn liðsins þurfa að aðlagast því að hann sé farinn. Nýr þjálfari er óskrifað blað sem aðalþjálfari og hann er að stíga í stóra skó. Ungir og spennandi leikmenn hafa yfirgefið félagið á undanförnum vikum og meðalaldurinn í liðinu hefur ekkert minnkað við það. Það verður erfitt að fylla í skarðið sem Ari Sigurpálsson, Danijel Dejan Djuric og Gísli Gottskálk Þórðarson skilja eftir sig en breiddin á köntunum sérstaklega er ekki sú mesta.

Lykilmenn: Oliver Ekroth og Gylfi Þór Sigurðsson
Nýr fyrirliði Víkinga er sænski varnarmaðurinn Oliver Ekroth Ekroth er 33 ára sænskur miðvörður sem hefur verið hjá Víkingi síðan 2022 og hjálpað liðinu að vinna titla undanfarin ár. Hann er án efa einn besti miðvörður Bestu deildarinnar. Gylfi er þá mættur í Víking og það þarf nú ekki að segja mikið um hann og þau gæði sem hann býr yfir. Verður eflaust frábær fyrir Víkinga í sumar.

Gaman að fylgjast með: Atli Þór Jónasson
„Hann er enn ungur að árum og afsakið slettuna en Atli hefur alla burði í að verða „unplayable“ vegna styrks síns og hraða," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, þegar Atli var kynntur til leiks hjá Víkingum. Atli kom til HK frá Hamri úr 4. deildinni og náði að sýna flotta hluti í Kórnum. Hann sýndi nægilega flotta hluti svo Víkingar settu stóra fjárhæð á borðið til að kaupa hann yfir. Það verður sannarlega áhugavert að sjá hvað þessi öflugi sóknarmaður gerir í betra liði.

Spurningamerkin: Hvernig nær Sölvi að fylla í skó Arnars? Hvernig kemur Gylfi inn í lið Víkinga? Ná þeir að endurheimta titilinn?

Völlurinn: Víkingsvöllur er erfiðasti völlurinn að heimsækja að mati leikmanna deildarinnar. Þannig hefur það verið síðustu ár. Víkingar voru næst besta heimalið deildarinnar á eftir Breiðabliki í fyrra. Á Víkingsvellinum eru líklega bestu hamborgarar deildarinnar. Það er eiginlega hægt að bóka það.

Komnir:
Gylfi Þór Sigurðsson frá Val
Atli Þór Jónasson frá HK
Daníel Hafsteinsson frá KA
Róbert Orri Þorkelsson frá Montreal (var á láni í Noregi)
Sveinn Margeir Hauksson frá KA
Stígur Diljan Þórðarson frá Ítalíu

Farnir:
Gísli Gottskálk Þórðarson til Lech Poznan
Ari Sigurpálsson til Elfsborg
Danijel Dejan Djuric til Króatíu
Daði Berg Jónsson í Vestra (á láni)
Óskar Örn Hauksson
Halldór Smári Sigurðsson hættur
Jón Guðni Fjóluson hættur



Leikmannalisti:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
11. Daníel Hafsteinsson
15. Róbert Orri Þorkelsson
16. Jochum Magnússon (m)
17. Atli Þór Jónasson
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
92. Sveinn Margeir Hauksson

Fyrstu fimm leikir Víkings:
7. apríl, Víkingur R. - ÍBV (Víkingsvöllur)
13. apríl, Víkingur R. - KA (Víkingsvöllur)
24. apríl, Afturelding - Víkingur R. (Malbikstöðin að Varmá)
28. apríl, Valur - Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
5. maí, Víkingur R. - Fram (Víkingsvöllur)

Spámennirnir: Anton Freyr Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Kári Snorrason, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Sölvi Haraldsson, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner