Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 03. maí 2022 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Alexander Aron: Þú færð rothöggið en hversu lengi ertu vankaður?
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson
Alexander Aron Davorsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var afar óhress með fyrri hálfleiks liðsins í 4-2 tapinu gegn Þrótturum í Bestu deild kvenna í kvöld en sá jákvæða punkta í þeim síðari.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 4 -  2 Afturelding

Afturelding fékk fjögur mörk á sig á fyrsta hálftímanum þar sem vörn gestanna var algerlega sofandi í fyrstu tveimur mörkunum áður en Þróttur gerði þriðja markið úr aukaspyrnu. Fjórða markið bættist við stuttu síðar og það aftur eftir mistök í vörninni.

„Já, ég get sagt þér það að það er gaman að vera stuðningsmaður að mæta á Aftureldingarleiki, það er mikið fjör og mikið af mörkum og það er jákvætt fyrir fólkið sem mætir en ekki okkur endilega," sagði Alexander Aron við Fótbolta.net.

„Það sem gerist er að tvö einstaklingsmistök, þú ert kýldur, vankast í smástund, en svo kemur aukaspyrna rétt á eftir og 3-0 þarna. Fór ekki 4-0 í seinni? Við förum inn í hálfleik og þjöppum okkur einhvernvegin saman og við erum búnar að vera í þessu lengi. Þú færð rothöggið og hversu lengi ertu vankaður? Við vorum svolítið lengi."

Það var allt annað bragur á liðinu í þeim síðari og skoraði liðið tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum en var það hálfsleiksræðan sem skipti máli?

„Ég held að ég sé bara svo skemmtilegur og hress. Leikmenn fóru inn í klefa í hálfleik. Þetta var ekki góð frammistaða og við erum í þeirri deild að við erum að læra að þroskast og þetta er þannig að við þurfum að læra hratt. Hvað ég sagði í hálfleik eða ekki leikmennirnir sjá það bara að þetta var ekki nógu gott og mæta í seinni hálfleik með kraft og bara allt annað lið."

Hann var ánægður með byrjunina á síðari hálfleiknum en missti svo markaskorarann af velli vegna meiðsla.

„Já, við náum í tvö mörk á fyrstu tíu mínútum í seinni og síðan fer hún af velli sem skoraði þessi tvö mörk út. Það er bara eins og þetta er," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner