Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 03. júní 2016 12:13
Magnús Már Einarsson
Hannes: Óttaðist að þetta myndi fara á annan hátt
Icelandair
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, er ánægður með hvernig batinn hefur gengið eftir að hann fór úr axlarlið á landsliðsæfingu í október í fyrra. Hannes hefur spilað vel á láni með Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur og er á leið á EM með íslenska landsliðinu.

„Ég ætla ekki að jinxa þetta fyrir mót en hvað varðar öxlina þá hefur þetta gengið eins og í sögu. Það er gífurlegur sigur að hafa náð að komast til baka þetta snemma og ná tveimur og hálfum mánuði með Bodö," sagði Hannes í löngu viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Það er ekki hægt að óska þess að þetta hefði þróast mikið betur. Ég óttaðist að þetta myndi fara á annan hátt á tímabili. Þetta hefði getað fallið hvoru megin sem var. Það er ekkert víst að það sé allt eins og það á að vera eftir svona aðgerð. Maður þarf svolítið að treysta á Guð og lukkuna sem og leggja á sig og gera sitt."

„Fólk hefur farið í svona aðgerð og farið úr axlarlið stuttu seinna. Ég þarf að henda mér á öxlina oft á dag og það voru alls konar óvissuþættir. Sem betur fer lukkaðist þetta vel og það er ekkert í öxlinni að trufla mig. Þetta er eins gott og það gat orðið."


Erfitt að vera án fjölskyldunnar
Hannes fór í mars til norska félagsins Bodö/Glimt á láni en þar hefur hann spilað undanfarnar vikur. Hann er ánægður með dvölina þar.

„Ég er búinn að fá allt út úr þessu sem ég var að vonast eftir. Ég hef spilað mikið og það hefur gengið vel. Það er svolítið erfitt að vera frá fjölskyldunni. Ég á fjögurra mánaða gamlan strák sem var eins mánaða þegar ég fór til Bodö. Það er tricky parturinn af þessu en fótboltalega séð hefur þetta verið frábært," sagði Hannes en hann hvíldi í leik Íslands og Noregs í fyrradag.

„Við erum að gera eitt sem var ekki möguleiki í félagsliðinu og það er að jafna sig af smá strengjum hér og þar sem er eðlilegt að komi þegar maður dembir sér í svona mikla leikjatörn. Við ákváðum að taka nokkra daga í að jafna sig á öllu smotterí og vera klár í síðustu atlöguna fyrir Frakkland. Núna er ég ferskur og við keyrum þetta í gang í dag."

Hefði gert myndina á svipaðan hátt
Eftir EM spilar Hannes þrjá leiki til viðbótar með Bodö/Glimt í Noregi áður en hann snýr aftur til NEC Nijmegen. Brad Jones, fyrrum markvörður Liverpool, tók stöðu Hannesar hjá NEC eftir að hann meiddist.

„Hann verður ekki áfram svo ég fer í sömu samkeppnisstöðu og þegar ég samdi upphaflega. Það er ungur og öflugur uppalinn markvörður þarna en ég stefni á að spila sem fyrsti markvörður."

Hannes sá í gær myndina „Jökullinn logar" sem fjallar um leið Íslands á EM. Sem reyndur kvikmyndaleikstjóri, hefði Hannes gert myndina sjálfur á annan hátt?

„Ég held að ég hefði farið svipaða leið í þessu. Mér fannst þetta virkilega vel gert og mikið í þetta lagt. Þetta var flott mynd í alla staði," sagði Hannes.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner