Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   lau 03. ágúst 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lék með Val 2022 og verður nú keyptur fyrir 100 milljónir
Ihler í Valstreyjunni.
Ihler í Valstreyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Molde er að ganga frá kaupum á hinum danska Frederik Ihler frá sænska félaginu Landskorna.

Fjallað er um að Molde greiði 700 þúsund evrur fyrir framherjann sem í íslenskum krónum talið eru rúmlega 100 milljónir.

Ihler er 21 árs danskur framherji sem lék Val á láni sumarið 2022. Hann lék einungis þrjá leiki. Möguleiki var á því að hann kæmi aftur til Íslands en félög sem fengu tækifæri til að fá hann sáu ekki fram á að geta notað leikmanninn.

Hann er uppalinn hjá AGF og var þar samningsbundinn allt þar til í fyrra þegar hann hélt til Svíþjóðar. Hann hefur alls leikið 33 leiki fyrir Landskrona og skorað 11 mörk. Á þessu tímabili hefur hann skorað 7 mörk í 14 leikjum í næst efstu deild í Svíþjóð.

Það vakti athygli norska stórliðsins sem hefur rifið upp veskið og er að ganga frá kaupunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner