Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 03. september 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðarnir framlengja við Þrótt
Baldur Hannes Stefánsson
Baldur Hannes Stefánsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Hannes Stefánsson, fyrirliði Þróttar Reykjavíkur og Eiríkur Þorsteinsson Blöndal hafa báðir framlengt samninga sína við félagið en þetta kemur fram í tilkynningu frá Þrótti.

Baldur er fæddur árið 2002 og verið lykilmaður í liði Þróttar til margra ára.

Hann lék fyrstu leiki sína með meistaraflokki árið 2018 og nú eru þeir að nálgast 140 talsins.

Baldur hefur ekkert getað verið með Þrótturum í sumar vegna meiðsla en hann mun snúa aftur á næsta tímabili. Þróttarar tilkynntu á dögunum að miðjumaðurinn væri búinn að framlengja samning sinn út 2026.

Eiríkur, sem er fæddur árið 2001, hefur einnig framlengt samning sinn út 2026, en hann hefur gegnt hlutverki fyrirliða í fjarveru Baldurs.

Bakvörðurinn skipti yfir í Þrótt frá Breiðabliki árið 2021 og verið lykilmaður síðan. Á tíma hans þar hefur hann varla misst af leik og eru leikirnir nú fleiri en hundrað ef allar keppnir eru taldar með.

Þróttarar eru í 7. sæti Lengjudeildarinnar og hafa þegar tryggt áframhaldandi veru í deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner