Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
banner
   fös 03. október 2025 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
Kvenaboltinn
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla að byrja á að segja 'til hamingju með titilinn Breiðablik'. Þær eru vel að þessu komnar, eru besta liðið á Íslandi," sagði Einar Guðnason, þjálfari Víkinga, eftir 3-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Víkingar voru komnir til að eyðileggja partýið á Kópavogsvelli og þær voru ekki langt frá því.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

„Ef ég er svekktur með eitthvað þá er það að Blikarnir voru harðir og spörkuðu okkur niður, ýttu okkur og keyrðu fast og við vorum ekki alveg að svara þeim. Við eigum að svara í sömu mynt. Við lærum af þessu," sagði Einar.

Hann horfði á fagnaðarlæti Breiðabliks eftir leik og sagði:

„Við ætlum að vera þarna á næsta ári. Það er þannig."

Einar hefur náð að rífa Víkingsliðið upp eftir að hann tók við í sumar. Liðið var á fallsvæðinu þegar hann tók við en er núna að berjast um að enda í fjórða sæti.

„Það er búið að ganga mjög vel. Það er frábær stemning í félaginu og ég er mjög sáttur. Þegar ég kom þá var sagt að við þyrftum að bjarga okkur frá falli en við erum komin inn í efri hlutann. Við erum í hörkuleik við Breiðablik og þær bjarga á línu á 92. mínútu. Við erum ekki langt frá því að eyðileggja partýið en gerðum það ekki. Liðið er á góðum stað en við ætlum okkur stærri hluti," sagði Einar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner