
„Ég ætla að byrja á að segja 'til hamingju með titilinn Breiðablik'. Þær eru vel að þessu komnar, eru besta liðið á Íslandi," sagði Einar Guðnason, þjálfari Víkinga, eftir 3-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.
Víkingar voru komnir til að eyðileggja partýið á Kópavogsvelli og þær voru ekki langt frá því.
Víkingar voru komnir til að eyðileggja partýið á Kópavogsvelli og þær voru ekki langt frá því.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
„Ef ég er svekktur með eitthvað þá er það að Blikarnir voru harðir og spörkuðu okkur niður, ýttu okkur og keyrðu fast og við vorum ekki alveg að svara þeim. Við eigum að svara í sömu mynt. Við lærum af þessu," sagði Einar.
Hann horfði á fagnaðarlæti Breiðabliks eftir leik og sagði:
„Við ætlum að vera þarna á næsta ári. Það er þannig."
Einar hefur náð að rífa Víkingsliðið upp eftir að hann tók við í sumar. Liðið var á fallsvæðinu þegar hann tók við en er núna að berjast um að enda í fjórða sæti.
„Það er búið að ganga mjög vel. Það er frábær stemning í félaginu og ég er mjög sáttur. Þegar ég kom þá var sagt að við þyrftum að bjarga okkur frá falli en við erum komin inn í efri hlutann. Við erum í hörkuleik við Breiðablik og þær bjarga á línu á 92. mínútu. Við erum ekki langt frá því að eyðileggja partýið en gerðum það ekki. Liðið er á góðum stað en við ætlum okkur stærri hluti," sagði Einar að lokum.
Athugasemdir