Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   fös 03. október 2025 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
Kvenaboltinn
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Einar Guðnason, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla að byrja á að segja 'til hamingju með titilinn Breiðablik'. Þær eru vel að þessu komnar, eru besta liðið á Íslandi," sagði Einar Guðnason, þjálfari Víkinga, eftir 3-2 tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Víkingar voru komnir til að eyðileggja partýið á Kópavogsvelli og þær voru ekki langt frá því.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

„Ef ég er svekktur með eitthvað þá er það að Blikarnir voru harðir og spörkuðu okkur niður, ýttu okkur og keyrðu fast og við vorum ekki alveg að svara þeim. Við eigum að svara í sömu mynt. Við lærum af þessu," sagði Einar.

Hann horfði á fagnaðarlæti Breiðabliks eftir leik og sagði:

„Við ætlum að vera þarna á næsta ári. Það er þannig."

Einar hefur náð að rífa Víkingsliðið upp eftir að hann tók við í sumar. Liðið var á fallsvæðinu þegar hann tók við en er núna að berjast um að enda í fjórða sæti.

„Það er búið að ganga mjög vel. Það er frábær stemning í félaginu og ég er mjög sáttur. Þegar ég kom þá var sagt að við þyrftum að bjarga okkur frá falli en við erum komin inn í efri hlutann. Við erum í hörkuleik við Breiðablik og þær bjarga á línu á 92. mínútu. Við erum ekki langt frá því að eyðileggja partýið en gerðum það ekki. Liðið er á góðum stað en við ætlum okkur stærri hluti," sagði Einar að lokum.
Athugasemdir
banner