lau 04. janúar 2020 15:02
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Bruce: Sáttir með að vera ennþá í keppninni
Muto og Almiron fóru útaf meiddir
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, var svekktur eftir jafntefli sinna manna gegn C-deildarliði Rochdale í þriðju umferð enska bikarsins.

Miguel Almiron skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara meiddur af velli á 64. mínútu, aðeins tíu mínútum eftir meiðsli Yoshinori Muto sem var einnig skipt útaf.

„Við nýttum ekki færin okkar og þeir refsuðu okkur í síðari hálfleik. Við erum ennþá í góðum séns og getum komist áfram í næstu umferð," sagði Bruce.

„Aaron Wilbraham á hrós skilið fyrir jöfnunarmarkið - Hann hefur verið í fótbolta lengur en ég! Þeir komust nálægt því að slá okkur út í endan þegar Ollie Rathbone fékk færi þannig við erum sáttir með að vera ennþá í keppninni.

„Það var slæmt að missa Muto og Almiron útaf. Meiðsli Muto virðast alvarleg, honum leið mjög illa í klefanum. Svona getur gerst þegar leikmenn eru látnir spila of marga leiki á stuttum tíma."


Muto er meiddur á mjöðm og Almiron á nára.
Athugasemdir
banner
banner
banner