Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 04. febrúar 2023 12:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Of seint í rassinn gripið hjá Everton? - „Ekkert lið of stórt til að falla"
Mynd: Getty Images

Sean Dyche stýrir Everton í fyrsta leik sínum eftir að hafa tekið við af Frank Lampard á dögunum.


Everton er í næst neðsta sæti, tveimur stigum frá fallsæti en Eiður Smári Guðjohnsen sagði í útsendingu hjá Síminn Sport að hann væri hræddur um að Everton myndi falla í ár.

„Við vitum ekki alveg hvað þarf til að bjarga Everton. Ég er ansi hræddur um að þetta sé of seint. Það er ekkert lið of stórt til að falla, kannski kemur hann með eitthvað stál, einhverja vinnusemi sem Everton hefur vantað," sagði Eiður.

„Frank [Lampard] gerði sitt besta, bjargaði þeim á síðasta tímabili frá falli, gekk ekki upp á þessu tímabili og Sean Dyche kemur inn, ég er nokkuð viss um að menn séu á tánum."


Athugasemdir
banner
banner
banner