Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. apríl 2021 12:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: „Páska kraftaverk" breyttist í martröð hjá Burnley
Mynd: Getty Images
Southampton 3 - 2 Burnley
0-1 Chris Wood ('12 , víti)
0-2 Matej Vydra ('28 )
1-2 Stuart Armstrong ('31 )
2-2 Danny Ings ('42 )
3-2 Nathan Redmond ('66 )

Southampton vann í dag 3-2 endurkomusigur á Burnley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Burnley var komið í 0-2 eftri 28. mínútu en Southampton var búið að jafna fyrir hlé.

Nathan Redmond skoraði svo sigurmark Southampton á 66. mínútu eftir öfluga sókn.

Þegar Burnley komst í 0-2 líkti Hörður Snævar Jónsson því við kraftaverk. Eftir að Southampton var komið í 3-2 þá var kraftaverkið búið að breytast í martröð.

Mörkin hjá Matej Vydra og Danny ings voru einkar glæsileg. Frábært einstaklings framtak hjá Ings eftir langa sendingu og laglegur undirbúningur í marki Vydra sem kláraði með góðu skoti.

Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 89 mínúturnar með liði Burnley. Southampton er nú komið þremur stigum fyrir ofan Burnley eftir þennan góða sigur.


Athugasemdir
banner
banner
banner