Bjarni Jóhannsson var að vonum sáttur með sigur sinna manna á KR á Hásteinsvelli í dag.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 0 KR
„Ég er gríðarlega ánægður með leikinn og sérstaklega seinni hálfleikinn, það var svolítill strekkingur og við náum ekki að hemja boltann en í síðari háfleik stigum við upp og eigum þrjú bestu færin í leiknum," sagði Bjarni.
Bjarni Gunnarsson kom inn á og skoraði sigurmarkið seint í leiknum.
„Hann kom mjög ferskur inn í leikinn og hann setti heldur betur svip sinn á leikinn. Tímasteningin á markinu var líka draumur,"
Mikkel lagði upp markið en hann hefur verið að vinna sér inn sæti í byrjunarliði Eyjamanna undanfarið.
„Hann bregst rétt við ef hann er settur á bekkinn og kemur inn með fullum krafti og hann átti ´goðan leik í dag eins og allt liðið í dag," sagði Bjarni en hans menn munu líklega fagna ærlega enda ekki amalegt að vinna KR og vera á toppnum yfir sjómannadaginn.
„Við vonum að þetta peppi okkur upp í komandi leiki en á meðan skulum við njóta stemningarinnar sem er í bænum núna og gleðjast yfir þessum sigri," sagði Bjarni að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir























