„Ætli að það sé ekki örlítið af hvoru tveggja. Við getum ekki verið annað en sáttir að fara með eitt stig af þessum velli en okkur fannst orðið tiltörulega stutt í að við gætum farið með þrjú stig heim. Þannig að það er svona blanda af hvoru tveggja" sagði Guðlaugur Baldursson þjálfari Keflavíkur eftir að hafa náð jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Keflavík
„Það gekk mjög vel í fyrri hálfleik. Það gekk vel það sem við ætluðum okkur að gera og vorum hættulegir og vörðumst vel þannig að ég var mjög ánægður með fyrri hálfleikinn. Ég var ekki óánægður með seinni hálfleikinn en hann var ekki eins og góður eins og sá fyrri.
Við reynum að láta sumt eins og vind um eyru þjóta sem fer fram í umræðunni og við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfa og mér fannst við standa okkur vel í þessum leik og við þurfum að gera það áfram. Við þurfum að halda áfram með svona frammistöðu"
Nánar er rætt við Guðlaug í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir