Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
   fim 04. september 2025 17:39
Kári Snorrason
Daniel Levy segir af sér eftir 24 ár hjá Tottenham
Daniel Levy.
Daniel Levy.
Mynd: EPA
Frá mótmælum stuðningsmanna Tottenham í fyrra.
Frá mótmælum stuðningsmanna Tottenham í fyrra.
Mynd: EPA
Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham hefur óvænt sagt af sér eftir 24 ár við stjórnvöl félagsins.

Peter Charrington, stjórnarmaður hjá eigendum Tottenham, tekur við sem óháður stjórnarformaður, en Vinai Venkatesham verður framkvæmdarstjóri. Engar breytingar verða á eignarhaldi félagsins.

Í yfirlýsingu sagðist Levy vera afar stoltur af uppbyggingunni á félaginu og þakkaði stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki stuðninginn í gegnum tíðina.

Stuðningsmenn Tottenham hafa lengi átt í deilum við Levy. Hann hefur sætt mikillar gagnrýni vegna varfærni hans á leikmannamarkaðnum og margir stuðningsmenn liðsins óskað eftir að hann myndi segja af sér.

Fjöldi mótmæla beindust að Levy á síðasta tímabili. Þá sáust borðar á heimaleikjum liðsins með skilaboðum á borð við: „Leikurinn okkar snýst um heiður, leikur Levy um græðgi“ og „24 ár, 16 þjálfarar, 1 titill – kominn tími á breytingar“.

Levy tók við embætti stjórnarformanns í mars 2001 og hefur gengt starfi stjórnarformanns lengst allra í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner