,,Það skiptir miklu máli að vinna síðustu tvo leikina," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga eftir 2-0 sigur liðsins á Víkingi í dag.
Keflvíkingar enduðu í áttunda sæti í Peps-ideildinni í sumar.
,,Niðurstaðan er örlítið öðruvísi en við ætluðum. Við skemmtum okkur í bikarinn og fórum í úrslit. Við stefndum á sjötta sætið í deildinni en endum í sjöunda. Við erum tveimur leikjum frá Evrópusæti."
Óvíst er hvort Kristján muni halda áfram með Keflvíkinga.
,,Menn eru byrjaðir að hugsa næstu skref. Annað gengur ekki upp í þessu starfi. Ég þarf að spyrja dætur mínar, þær láta mig vita," sagði Kristján aðspurður út í framtíð sína.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























