Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fös 04. október 2019 16:10
Hafliði Breiðfjörð
Freysi: Trúum að við getum unnið Frakkland
Icelandair
Freyr á fréttamannafundi Íslands í dag.
Freyr á fréttamannafundi Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru sennilega eins ólík verkefni og þau geta orðið. Bæði verkefnin eru á heimavelli og það er gott að geta farið í október verkefni og eiga tvo leiki heima," sagði Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla eftir að hafa tilkynnt 25 manna hóp sem mætir Frakklandi og Andorra í október.

„Við erum búnir að vita af þessum andstæðum í langan tíma og erum vel undirbúnir fyrir komandi verkefni. Það er alltaf þannig þegar við förum í fótboltaleik að við reynum að vinna og því hlýtur grunnmarkmiðið að vera að ná í 6 stig. Við vitum allir að við erum að spila við besta lið í heimi og þetta verður erfitt. Við erum ekki að fara að spila á heimavelli með neitt annað markmið en að fá sem mest út úr leiknum. Við trúum að við getum unnið þá. Við erum góðir á heimavelli og ef allt tikkar með okkur þá getum við unnið þá. Við vitum líka að ef við spilum okkar besta leik og þeir spila þeirra besta leik þá vinnur Frakkland. Þá er undir okkur komið að ýta þeim út úr sínum leik og hitta á okkar besta dag."

Tyrkland vann 2 - 0 heimasigur á Frökkum. Horfir hann til þess leiks?

„Það var rosalega vel gert hjá Tyrkjunum, ef við náum aðeins að ýta þeim út úr sínum leik og hitta á þessa fáu veikleika sem eru þarna. Tyrkirnir gerðu það og gerðu það hrikalega vel. Við erum búnir að spila oft við þá í fjögur ár og vitum hvar veikleikar þeirra liggja. Þetta snýst um að ná að negla þá og það er hægara sagt en gert. Það er einhver tilfinning hjá mér og leikmönnum sem ég hef talað við í þessari viku, það hjálpar okkur að vera hér heima og spila við þá."

Ísland mætti Frökkum síðast á Laugardalsvelli árið 1998, þá voru þeir líka ný orðnir Heimsmeistarar og niðurstaðan varð 1 - 1 jafntefli.

„Það var eftirminnilegur leikur en það er annað í þessu að leikmenn franska landsliðsins hafa ekki komið til Íslands nema strákarnir sem spiluðu með U21 liðinu, árgerð '95 og '96. Þeir eru fjórir og þeir töpuðu hérna 3 - 2 á Kópavogsvelli. Þá var ógeðslegt veður."

Nánar er rætt við Frey í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann fer nánar í franska liðið.
Athugasemdir