þri 04. október 2022 10:22
Elvar Geir Magnússon
Úkraína sækir um að halda HM 2030 með Portúgal og Spáni
Stuðningsmaður úkraínska landsliðsins í treyju merktri forseta landsins, Volodymyr Zelenskiy.
Stuðningsmaður úkraínska landsliðsins í treyju merktri forseta landsins, Volodymyr Zelenskiy.
Mynd: Getty Images
Úkraína mun sameinast umsókn Spánar og Portúgals um að halda HM 2030 í sameiningu. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelenskiy, hefur samþykkt umsóknina og verður hún formlega kynnt á fréttamannafundi á morgun.

Einn af riðlum mótsins verður í Úkraínu ef umsóknin verður samþykkt. Spánn og Portúgal lýstu því yfir fyrir tveimur árum að þjóðirnar vildu halda keppnina 2030 en innkoma Úkraínu gefur umsóknina nýja vídd.

Úkraínska landsliðið er að spila heimaleiki sína í Póllandi vegna stríðsástandsins og úkraínska deildin, sem hófst aftur í ágúst, er spiluð bak við luktar dyr. Það er þó von og trú fólks að ástandið verði orðið mun betra þegar HM verður haldið eftir átta ár.

Úkraína hélt EM ásamt Póllandi árið 2012 og hefur sýnt að það getur á friðartímum haldið stóra viðburði.

UEFA mun formlega styðja umsóknina frá Spáni, Portúgal og Úkraínu. En einnig er sameiginleg umsókn frá Egyptalandi, Grikklandi og Sádi-Arabíu ásamt Suður-Ameríku umsókn frá Úrúgvæ, Argentínu, Paragvæ og Síle.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner