PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 04. október 2024 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Gunnar Heiðar: Fékk einhver 10 símtöl og 20 skilaboð frá Eyjamönnum
Lengjudeildin
'Það var virkilega góður fundur og alveg augljóst að við ætlum að gera betur á næsta ári.'
'Það var virkilega góður fundur og alveg augljóst að við ætlum að gera betur á næsta ári.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er margt sem klúbburinn og leikmenn lærðu á nýliðnu tímabili'
'Það er margt sem klúbburinn og leikmenn lærðu á nýliðnu tímabili'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er stoltur af árangrinum á síðasta tímabili, þó að ég hefði sjálfur, persónulega, viljað fara aðeins hærra.'
'Ég er stoltur af árangrinum á síðasta tímabili, þó að ég hefði sjálfur, persónulega, viljað fara aðeins hærra.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Snær var valinn besti leikmaður Njarðvíkur á lokahófi liðsins. Gunnar Heiðar sannfærði hann um að koma í Njarðvík fyrir tímabilið.
Aron Snær var valinn besti leikmaður Njarðvíkur á lokahófi liðsins. Gunnar Heiðar sannfærði hann um að koma í Njarðvík fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík átti gott tímabil og var hársbreidd frá því að fara í umspilið.
Njarðvík átti gott tímabil og var hársbreidd frá því að fara í umspilið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Rafn Markús er yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík.
Rafn Markús er yfirmaður fótboltamála hjá Njarðvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá ÍBV að undanförnu. ÍBV er í þjálfaraleit eftir að Hermann Hreiðarsson kvaddi og flutti á höfuðborgarsvæðið. Gunnar Heiðar er Eyjamaður; fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari liðsins. Hann er hins vegar samningsbundinn Njarðvík og er ánægður í því starfi.

„Það er ekkert það óvæntasta í heimi ef mitt nafn kemur upp í tengslum við ÍBV. Ég er mikill Eyjamaður og ekkert óeðlilegt að mitt nafn sé á einhverjum listum hjá ykkur. En ég er bara á samningi hjá Njarðvík og er spenntur fyrir þessari vegferð sem við erum á. Ég var á góðum fundi með stjórninni í gær þar sem framhaldið var rætt. Það var virkilega góður fundur og alveg augljóst að við ætlum að gera betur á næsta ári."

„Þegar það kemur út að Hemmi ætlaði ekki að vera áfram þá held ég að hafi fengið einhver 10 símtöl og 20 skilaboð frá Eyjamönnum, fólki sem maður þekkir, en það var ekki fá neinum í knattspyrnudeild ÍBV."

„Ég á eitt ár eftir hjá Njarðvík og á meðan ekki neitt annað gerist þá er ég þjálfari Njarðvíkur og er bara mjög ánægður með það. Þegar maður skrifar undir samning þá verður maður að virða hann og standa við sitt."


Nýfluttur frá Vestmannaeyjum
Væri einhver séns að fá þig til að flytja til Eyja í dag ef símtalið kæmi frá ÍBV?

„Ég veit það ekki, hef ekkert verið að pæla í því þó að það sé búið að bendla mann við starfið. Ég er nýfluttur frá Vestmannaeyjum og við erum að koma okkur fyrir hérna fjölskyldan. Ég er á því að þjálfari ÍBV þurfi að vera búsettur á eyjunni fögru, sérstaklega með lið í Bestu deildinni og markmiðið að halda liðinu þar. Það krefst mikils tíma, mikillar vinnu. Það er þá langbest að þjálfarinn sé búsettur í efstu deild."

Vill halda áfram upp stigann
En þú værir alveg spennandi að þjálfa í efstu deild, er það ekki?

„Metnaður minn er að fara áfram. Ég er ungur í þjálfaraárum en þrátt fyrir það finnst mér ég hafa hellingsvit á þessu, verið í þessum fótboltaheimi alla ævi og veit hvernig hann virkar. Ég hef brennandi áhuga á þessu og mikinn metnað fyrir því sem ég er að gera. Ég sé mig fyrir mér sem þjálfara áfram á næstu árum og jafnvel áratugum. Ég er að klára UEFA Pro gráðuna hjá KSÍ og verð þá komin með hæstu þjálfaragráðu sem til er í heiminum. Þá opnast fullt, fullt af dyrum. Ég vil halda áfram að stíga upp þennan stiga í þjálfaraheiminum."

„Ég er stoltur af árangrinum á síðasta tímabili, þó að ég hefði sjálfur, persónulega, viljað fara aðeins hærra. Það endaði ekki þannig og er eitthvað sem við lærðum af, klúbburinn og leikmenn. Þetta var staða sem leikmenn höfðu aldrei verið í áður, allt í einu fengu menn að heyra nöfnin sín nefnd í einhverjum hlaðvörpum og fleira, einhver pressa sem hafði ekki verið áður - sérstaklega ekki á þessu sviði. Það er margt sem klúbburinn og leikmenn lærðu á nýliðnu tímabili og það er klárlega eitthvað sem við ætlum að nýta okkur á næsta ári - vera reynslunni ríkari."


Ætla ekki að láta vonbrigðin endurtaka sig
Er eitthvað sem Gunnar Heiðar finnur að þarf að gera til að koma Njarðvík enn ofar í Lengjudeildinni?

„Ég átti mjög góðan fund með stjórn Njarðvíkur í gær, fórum yfir tímabilið, markmiðin og framtíðina. Við erum allir á einu máli um það að við ætlum að halda áfram með þetta og byggja ofan á það góða sem við gerðum á tímabilinu. Við fórum líka yfir það hvað við getum gert betur og ætlum að bæta það á næsta ári."

„Það er kannski ekki hægt að benda á eina töfralausn og þá smellur allt, það er fullt, fullt af hlutum sem við þurfum að vinna með. Það þarf stanslaust að pæla í því hvernig leikmönnum líður og hvað sé hægt að gera til að gera hlutina betur."

„Ég get sagt að það er mikill hugur í klúbbnum, stjórnarmönnum og strákunum í liðinu að láta þessa gremju eftir lokaflautið í leiknum á móti Grindavík ekki gerast aftur."


Miklu auðveldara að taka samtalið við leikmenn
Gunnar Heiðar tók við Njarðvík á miðju tímabili 2023 og var tímaibilið í ár hans fyrsta heila tímabil með liðið. Njarðvík endaði í 6. sæti í Lengjudeildinni í sumar, rétt missti af sæti í umspilinu um sæti í Bestu deildinni en sigur í lokaumferðinni hefði komið liðinu í umspil.

Hann hefur tekið einhver samtöl við leikmenn og segir auðveldara að tala við leikmenn á þessum tímapunkti heldur en fyrir ári síðan.

„Það verða einhverjar breytingar á leikmannahópnum okkar og þau símtöl sem ég hef tekið við leikmenn eru á þá leið að þeir ætli að bíða og sjá hvernig hlutirnir verða. Þetta verður skýrara þegar Besta deildin klárast."

„Það er miklu auðveldara fyrir mig núna að hringja í leikmenn og tala um Njarðvíkurverkefnið heldur en fyrir ári síðan. Það er auðveldara fyrir mig að útskýra hvað við erum að gera og hvernig við ætlum að gera hlutina í framtíðinni,"
segir Gunnar Heiðar.

Aron Snær snýr til baka fyrir Íslandsmót
Fótbolti.net ræddi einnig við Rafn Markús Vilbergsson, yfirmann fótboltamála hjá Njarðvík, og var hann spurður út í leikmannamál. Þrír leikmenn verða samningslausir í næsta mánuði. Það eru þeir Joao Ananias, Kaj Leo Í Bartalsstovu og Indriði Áki Þorláksson.

„Þau mál eru í vinnslu en allt eru þetta flottir leikmenn sem voru mikilvægir fyrir Njarðvík á tímabilinu," segir Rafn Markús. Markvörðurinn Aron Snær Friðriksson var valinn besti leikmaður Njarðvíkur í sumar. Hann stundar nám í Barcelona við Johann Cruyff skólann. Eitthvað hefur verið slúðrað um að hann myndi mögulega ekki spila með Njarðvík næsta sumar.

„Hann er þar í námi og æfir þar, hann verður kominn fyrir Íslandsmót," segir Rafn Markús.

Dominik Radic skoraði ellefu mörk fyrir Njarðvík í sumar og hann er áfram samningsbundinn liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner