PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 04. október 2024 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hún er lykillinn að því hvort Valur vinni leikinn eða ekki"
Íris Dögg Gunnarsdóttir, varamarkvörður Vals, og Katie Cousins.
Íris Dögg Gunnarsdóttir, varamarkvörður Vals, og Katie Cousins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er algjört lykilatriði fyrir Val að miðjumaðurinn Katie Cousins verði heil heilsu þegar Íslands- og bikarmeistararnir mæta Breiðabliki í eignlegum úrslitaleik um sigur í Bestu deild kvenna, um Íslandsmeistaratitilinn.

Katie hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins en Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, var spurð út í stöðu hennar í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Staðan er bara góð. Þetta hefur verið langt tímabil. Katie er bara góð og verður klár á laugardaginn," sagði Adda.

Það var rætt um mikilvægi Katie Cousins í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í gær. Hún var stórkostleg þegar liðin mættust í deildinni síðast en þá vann Valur 1-0 og hún gerði sigurmarkið. Hún er einn besti erlendi leikmaður sem spilað hefur á Íslandi en á núna möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa spilað í tvö tímabil með Þótti áður en hún fór í Val.

„Katie Cousins er ekki heil. Þetta er síðasti leikurinn á tímabilinu og ég get lofað ykkur því að hún mun byrja, en hún er ekki 100 prósent og hún er held ég ekki 80 prósent. Hún er lykillinn - að mínu mati - að því hvort Valur geti unnið leikinn eða ekki," sagði Magnús Haukur Harðarson í þættinum sem hægt er að hlusta á hér fyrir neðan.
Risarnir tveir slást og annar þeirra stendur uppi sem meistari
Athugasemdir
banner
banner