Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 05. janúar 2021 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valladolid rétt marði Marbella
Mynd: Getty Images
Marbella er þekkt ferðamannaparadís.
Marbella er þekkt ferðamannaparadís.
Mynd: Marbella
Síðustu leikjum kvöldsins var að ljúka í spænska bikarnum þar sem efstudeildarlið Real Valladolid var heppið að leggja Marbella að velli.

Marbella, sem er ansi vinsæll ferðamannastaður, leikur í C-deildinni og átti fínan leik í dag.

Valladolid tók forystuna tvívegis í síðari hálfleik en í bæði skiptin tókst heimamönnum að jafna.

Esteban Granero, fyrrum miðjumaður Real Madrid og Real Sociedad, gerði fyrra jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu.

Staðan var 2-2 eftir 90 mínútur og þurfti Valladolid framlengingu til að gera sigurmarkið.

Framlengingin var jöfn og skoruðu gestirnir með eina skoti sínu sem hæfði rammann. Oscar Plano var hetja Valladolid og skoraði tvennu.

Alcorcon lagði þá Real Zaragoza að velli, bæði lið spila í B-deildinni.

Marbella 2 - 3 Valladolid
0-1 K. Zalazar ('52)
1-1 Esteban Granero ('60, víti)
1-2 Oscar Plano ('73)
2-2 Gudino Lopez ('92)
2-3 Oscar Plano ('110)

Alcorcon 2 - 1 Zaragoza
Athugasemdir
banner
banner