Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid þurfti sigurmark í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Leganes 2 - 3 Real Madrid
0-1 Luka Modric ('18)
0-2 Endrick ('25)
1-2 Juan Cruz ('39, víti)
2-2 Juan Cruz ('59)
2-3 Gonzalo Garcia ('93)

Real Madrid er annað félagið til að tryggja sér þátttöku í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í ár.

Madrídingar heimsóttu Leganés í nágrannaslag í 8-liða úrslitunum í kvöld og komust í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Luka Modric skoraði fyrra markið áður en Endrick tvöfaldaði forystuna, en Juan Cruz minnkaði muninn fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu.

Cruz gerði sér svo lítið fyrir og jafnaði metin í síðari hálfleik og var staðan 2-2 allt þar til í uppbótartíma.

Þegar leikurinn stefndi í framlengingu ákvað Carlo Ancelotti að skipta tveimur nöfnum inn af bekknum, þeim Gonzalo og Fran Garcia.

Gonzalo Garcia, sem er sóknarleikmaður í B-liði Real Madrid, átti eftir að gera gæfumuninn þegar hann skoraði sigurmark leiksins á 93. mínútu eftir undirbúning frá Brahim Díaz.

Real Madrid þurfti því dramatískt sigurmark í uppbótartíma til að leggja Leganés að velli.

Real er annað félagið til að tryggja sér þátttöku í undanúrslitum bikarsins eftir nágrönnum sínum í liði Atlético Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner