Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 05. maí 2022 23:34
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við hleyptum þeim inn í leikinn síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu mark úr sinni fyrstu alvöru sókn. Sem var algjör óþarfi hjá okkur að gefa þeim. Það var kraftur í KV," sagði Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir sigur á KV í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

„Þegar við hleyptum þeim svona inn í leikinn þá fengu þeir sjálfstraustið og fóru að spila, við lentum í smá vandræðum með þetta. Svona heilt yfir var ég bara á ánægður með frammistöðuna að mörgu leyti. Erfiður leikur og fyrsti leikur í móti, það var smá stress í mönnum. En bara mjög ánægður með að klára leikinn og skora þrjú mörk og þrjú stig.

„Við fengum mörg góð upphlaup í þessum leik en vorum ekki nógu góðir að klára þessar síðustu sendingar fyrir markið. Þessir dauðu boltar sem duttu fyrir framan markmannin þeirra. Við mættum kröftugu liði, liði sem finnst gaman að spila fótbolta og vel spilandi strákum og lentum bara í hörku leik," sagði Rúnar Páll um gang leiksins. 

Rúnar Páll vildi að sitt lið myndi sækja hratt á KV þegar þeir væru ekki í skipulagi varnarlega.

„Við vitum það að liðin koma vel skipulögð á móti okkur og liggja kannski aftarlega og þegar þeir komast upp þá er kannski smá óskipulag, þegar þeir eru komnir upp með marga menn. Auðvitað lögðum við upp með að sækja á þá þegar þeir væru óskipulagðir. Já við lögðum upp með það og gekk svo sem ágætlega." 

"Fylkir er búið að vera lengi í efstu deild, mörg mörg ár. Síðustu 7-8 ár höfum við farið niður en beint aftur upp. Lið eins og Fylkir á að vera í efstu deild en það er ekkert sjálfgefið, þú þarft að vinna fyrir því heldur betur. Þú finnur fyrir því núna, lið sem er nýkomið upp, þetta er bara hörku leikur. Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum og við eigum eftir að mæta þannig liðum í sumar og hver einasti leikur verður erfiður," sagði Rúnar Páll eftir sigurleik í Lautinni.

Athugasemdir
banner
banner