Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 05. maí 2022 23:34
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við hleyptum þeim inn í leikinn síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu mark úr sinni fyrstu alvöru sókn. Sem var algjör óþarfi hjá okkur að gefa þeim. Það var kraftur í KV," sagði Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir sigur á KV í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

„Þegar við hleyptum þeim svona inn í leikinn þá fengu þeir sjálfstraustið og fóru að spila, við lentum í smá vandræðum með þetta. Svona heilt yfir var ég bara á ánægður með frammistöðuna að mörgu leyti. Erfiður leikur og fyrsti leikur í móti, það var smá stress í mönnum. En bara mjög ánægður með að klára leikinn og skora þrjú mörk og þrjú stig.

„Við fengum mörg góð upphlaup í þessum leik en vorum ekki nógu góðir að klára þessar síðustu sendingar fyrir markið. Þessir dauðu boltar sem duttu fyrir framan markmannin þeirra. Við mættum kröftugu liði, liði sem finnst gaman að spila fótbolta og vel spilandi strákum og lentum bara í hörku leik," sagði Rúnar Páll um gang leiksins. 

Rúnar Páll vildi að sitt lið myndi sækja hratt á KV þegar þeir væru ekki í skipulagi varnarlega.

„Við vitum það að liðin koma vel skipulögð á móti okkur og liggja kannski aftarlega og þegar þeir komast upp þá er kannski smá óskipulag, þegar þeir eru komnir upp með marga menn. Auðvitað lögðum við upp með að sækja á þá þegar þeir væru óskipulagðir. Já við lögðum upp með það og gekk svo sem ágætlega." 

"Fylkir er búið að vera lengi í efstu deild, mörg mörg ár. Síðustu 7-8 ár höfum við farið niður en beint aftur upp. Lið eins og Fylkir á að vera í efstu deild en það er ekkert sjálfgefið, þú þarft að vinna fyrir því heldur betur. Þú finnur fyrir því núna, lið sem er nýkomið upp, þetta er bara hörku leikur. Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum og við eigum eftir að mæta þannig liðum í sumar og hver einasti leikur verður erfiður," sagði Rúnar Páll eftir sigurleik í Lautinni.

Athugasemdir
banner