Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 05. maí 2022 23:34
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við hleyptum þeim inn í leikinn síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu mark úr sinni fyrstu alvöru sókn. Sem var algjör óþarfi hjá okkur að gefa þeim. Það var kraftur í KV," sagði Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir sigur á KV í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

„Þegar við hleyptum þeim svona inn í leikinn þá fengu þeir sjálfstraustið og fóru að spila, við lentum í smá vandræðum með þetta. Svona heilt yfir var ég bara á ánægður með frammistöðuna að mörgu leyti. Erfiður leikur og fyrsti leikur í móti, það var smá stress í mönnum. En bara mjög ánægður með að klára leikinn og skora þrjú mörk og þrjú stig.

„Við fengum mörg góð upphlaup í þessum leik en vorum ekki nógu góðir að klára þessar síðustu sendingar fyrir markið. Þessir dauðu boltar sem duttu fyrir framan markmannin þeirra. Við mættum kröftugu liði, liði sem finnst gaman að spila fótbolta og vel spilandi strákum og lentum bara í hörku leik," sagði Rúnar Páll um gang leiksins. 

Rúnar Páll vildi að sitt lið myndi sækja hratt á KV þegar þeir væru ekki í skipulagi varnarlega.

„Við vitum það að liðin koma vel skipulögð á móti okkur og liggja kannski aftarlega og þegar þeir komast upp þá er kannski smá óskipulag, þegar þeir eru komnir upp með marga menn. Auðvitað lögðum við upp með að sækja á þá þegar þeir væru óskipulagðir. Já við lögðum upp með það og gekk svo sem ágætlega." 

"Fylkir er búið að vera lengi í efstu deild, mörg mörg ár. Síðustu 7-8 ár höfum við farið niður en beint aftur upp. Lið eins og Fylkir á að vera í efstu deild en það er ekkert sjálfgefið, þú þarft að vinna fyrir því heldur betur. Þú finnur fyrir því núna, lið sem er nýkomið upp, þetta er bara hörku leikur. Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum og við eigum eftir að mæta þannig liðum í sumar og hver einasti leikur verður erfiður," sagði Rúnar Páll eftir sigurleik í Lautinni.

Athugasemdir
banner