Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fim 05. maí 2022 23:34
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við hleyptum þeim inn í leikinn síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu mark úr sinni fyrstu alvöru sókn. Sem var algjör óþarfi hjá okkur að gefa þeim. Það var kraftur í KV," sagði Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir sigur á KV í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

„Þegar við hleyptum þeim svona inn í leikinn þá fengu þeir sjálfstraustið og fóru að spila, við lentum í smá vandræðum með þetta. Svona heilt yfir var ég bara á ánægður með frammistöðuna að mörgu leyti. Erfiður leikur og fyrsti leikur í móti, það var smá stress í mönnum. En bara mjög ánægður með að klára leikinn og skora þrjú mörk og þrjú stig.

„Við fengum mörg góð upphlaup í þessum leik en vorum ekki nógu góðir að klára þessar síðustu sendingar fyrir markið. Þessir dauðu boltar sem duttu fyrir framan markmannin þeirra. Við mættum kröftugu liði, liði sem finnst gaman að spila fótbolta og vel spilandi strákum og lentum bara í hörku leik," sagði Rúnar Páll um gang leiksins. 

Rúnar Páll vildi að sitt lið myndi sækja hratt á KV þegar þeir væru ekki í skipulagi varnarlega.

„Við vitum það að liðin koma vel skipulögð á móti okkur og liggja kannski aftarlega og þegar þeir komast upp þá er kannski smá óskipulag, þegar þeir eru komnir upp með marga menn. Auðvitað lögðum við upp með að sækja á þá þegar þeir væru óskipulagðir. Já við lögðum upp með það og gekk svo sem ágætlega." 

"Fylkir er búið að vera lengi í efstu deild, mörg mörg ár. Síðustu 7-8 ár höfum við farið niður en beint aftur upp. Lið eins og Fylkir á að vera í efstu deild en það er ekkert sjálfgefið, þú þarft að vinna fyrir því heldur betur. Þú finnur fyrir því núna, lið sem er nýkomið upp, þetta er bara hörku leikur. Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum og við eigum eftir að mæta þannig liðum í sumar og hver einasti leikur verður erfiður," sagði Rúnar Páll eftir sigurleik í Lautinni.

Athugasemdir
banner