Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
   fim 05. maí 2022 23:34
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við hleyptum þeim inn í leikinn síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu mark úr sinni fyrstu alvöru sókn. Sem var algjör óþarfi hjá okkur að gefa þeim. Það var kraftur í KV," sagði Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir sigur á KV í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 KV

„Þegar við hleyptum þeim svona inn í leikinn þá fengu þeir sjálfstraustið og fóru að spila, við lentum í smá vandræðum með þetta. Svona heilt yfir var ég bara á ánægður með frammistöðuna að mörgu leyti. Erfiður leikur og fyrsti leikur í móti, það var smá stress í mönnum. En bara mjög ánægður með að klára leikinn og skora þrjú mörk og þrjú stig.

„Við fengum mörg góð upphlaup í þessum leik en vorum ekki nógu góðir að klára þessar síðustu sendingar fyrir markið. Þessir dauðu boltar sem duttu fyrir framan markmannin þeirra. Við mættum kröftugu liði, liði sem finnst gaman að spila fótbolta og vel spilandi strákum og lentum bara í hörku leik," sagði Rúnar Páll um gang leiksins. 

Rúnar Páll vildi að sitt lið myndi sækja hratt á KV þegar þeir væru ekki í skipulagi varnarlega.

„Við vitum það að liðin koma vel skipulögð á móti okkur og liggja kannski aftarlega og þegar þeir komast upp þá er kannski smá óskipulag, þegar þeir eru komnir upp með marga menn. Auðvitað lögðum við upp með að sækja á þá þegar þeir væru óskipulagðir. Já við lögðum upp með það og gekk svo sem ágætlega." 

"Fylkir er búið að vera lengi í efstu deild, mörg mörg ár. Síðustu 7-8 ár höfum við farið niður en beint aftur upp. Lið eins og Fylkir á að vera í efstu deild en það er ekkert sjálfgefið, þú þarft að vinna fyrir því heldur betur. Þú finnur fyrir því núna, lið sem er nýkomið upp, þetta er bara hörku leikur. Þetta verður barátta, stöðubarátta úti á vellinum og við eigum eftir að mæta þannig liðum í sumar og hver einasti leikur verður erfiður," sagði Rúnar Páll eftir sigurleik í Lautinni.

Athugasemdir
banner