Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 14:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Gróttu í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Þór Helgason
Arnar Þór Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óliver Dagur Thorlacius
Óliver Dagur Thorlacius
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Gróttu 11. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Grótta spilar í fyrsta skipti á meðal þeirra bestu í sumar.

Fótbolti.net rýnir í dag í mögulegt byrjunarlið Gróttu í sumar.

Markvörðurinn efnilegi Hákon Rafn Valdimarsson stendur á milli stanganna en Jón Ívan Rivine er varamarkvörður Gróttu.

Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, hefur í vetur breytt yfir í fjögurra manna vörn eftir að liðið spilaði með þriggja manna vörn í fyrra. Ástbjörn Þórðarson kom aftur til Gróttu á láni frá KR á dögunum og hann verður hægri bakvörður en hinn ungi Patrik Orri Pétursson hefur einnig spilað þar í vetur. Kristófer Melsteð og Bjarki Leósson berjast um stöðuna vinstra megin.

Hinn hávaxni Arnar Þór Helgason verður lykilmaður í hjarta varnarinnar og við hlið hans verður Halldór Kristján Baldursson en þeir spiluðu báðir stórt hlutverk í liði Gróttu þegar liðið fór upp í 1. deildinni í fyrra. Dagur Guðjónsson kemur einnig til greina í stöðurnar í vörninni.

Á miðjunni er töluverð samkeppni. Óliver Dagur Thorlacius og Óskar Jónsson eru líklegir til að byrja en Valtýr Már Michaelsson, Gunnar Jónas Hauksson og Júlí Karlsson geta einnig spilað þar. Sigurvin Reynisson, fyrirliði Gróttu, hefur verið frá keppni í allan vetur en hann kemur líklega inn á miðjuna þegar hann verður klár. Fremst á miðjunni er Kristófer Orri Pétursson.

Á vinstri kantinum er Axel Freyr Harðarson sem er spennandi leikmaður. Hægra megin keppast Axel Sigurðarson og Karl Friðleifur Gunnarsson um stöðuna en hann kom á láni frá Breiðabliki á dögunum.

Pétur Theodór Árnason leiðir sóknarlínuna en hann var mjög öflugur í fyrra. Ágúst Freyr Hallsson kom frá ÍR í vetur og hann á að veita samkeppni í fremstu víglínu ásamt Sölva Björnssyni sem var hjá Gróttu í fyrra.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 11. sæti - Grótta
Athugasemdir
banner
banner