fös 29.maí 2020 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson |
|
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Grótta
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Gróttu muni enda í 11. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Grótta endar í næstneðsta sæti ef spáin rætist.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Grótta 20 stig
12. Fjölnir 14 stig
Um liðið: Grótta kom öllum á óvart með því að vinna 1. deildina síðastliðið sumar. Grótta fór upp úr 2. deildinni árið 2018 en Seltirningar hafa mikið flakkað á milli 1 og 2. deildar undanfarin ár. Í fyrra fór liðið fljótlega í toppbaráttuna í 1. deildinni og endaði á að tryggja sér sigur í deildinni í lokaumferðinni. Grótta spilar því í fyrsta skipti í efstu deild í sumar og mikil spenna er fyrir sumrinu á Seltjarnarnesi.
Þjálfari - Ágúst Gylfason: Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki síðastliðið haust eftir að hafa farið upp um deild tvö ár í röð með Gróttu. Ágúst Gylfason skipti um þjálfaraúlpu vð Óskar og tók við starfi hans á Seltjarnarnesi. Ágúst hefur endað í 2. sæti með Breiðablik undanfarin tvö ár auk þess sem liðið fór í bikarúrslit 2018. Áður en Águst tók við Blikum stýrði hann Fjölni í áraraðir.
Styrkleikar: Stemningin í Gróttu liðinu er mikil og leikmenn sem og stuðningsmenn eru staðráðnir í að láta til sín taka í deildinni. Föst leikatriði skiluðu Gróttu mjög mörgum mörkum í fyrra en liðið er með nokkra hávaxna leikmenn í sínu liði. Leikmannahópurinn hefur lítið breyst undanfarin ár og leikmenn þekkja hvorn annan inn og út. Leikstíll liðsins gæti þó breyst undir stjórn Gústa í sumar.
Veikleikar: Grótta hefur ekki fengið mikinn liðsstyrk í vetur og spurning er hvort hópurinn sé nægilega öflugur fyrir Pepsi Max-deildina. Mjög fáir leikmenn liðsins hafa reynslu af því að spila í efstu deild og eru óreyndir á stóra sviðinu. Í fyrra spilaði Grótta sóknarbolta og stjórnaði oftast ferðinni í leikjum sínum. Það verður mun erfiðara í sumar og spurning er hvernig varnarleikurnn gengur þegar andstæðingarnir stjórna leikjunum.
Lykilmenn: Pétur Theodór Árnason og Hákon Rafn Valdimarsson. Pétur var markahæstur í 1. deildinni í fyrra ásamt Helga Guðjónssyni en hann skoraði fimmtán mörk. Stór og stæðilegur framherji sem gæti valdið usla í vörnum andstæðinga í sumar. Hákon er mjög efnilegur markvörður sem var í lykihlutverki hjá Gróttu í fyrra. Öflugur á milli stanganna og mikilvægur í uppspili Gróttu.
Gaman að fylgjast með: Axel Freyr Harðarson og Arnar Þór Helgson. Axel Freyr er snöggur og kröftugur kantmaður sem átti frábært tímabil í fyrra. Arnar er hávaxinn varnarmaður sem er harður í horn að taka. Skoraði nokkur mikilvæg mörk eftir föst leikatriði í fyrra.
Spurningarnar: Er Grótta með nægilega sterkan hóp fyrir Pepsi Max-deildina? Munu föstu leikatriðin halda áfram að gefa liðinu í sumar? Gengur upp að hafa lið í efstu deild með leikmenn sem fá ekki greidd laun?
Völlurinn: Vivaldi-völlurinn á Seltjarnarnesi. Unnið hefur verið í vallarsvæðinu í vetur og verið er að bæta við sætum í stúkuna. Skemmtileg stemning myndaðist á leikjum í Seltjarnarnesi í fyrra.
Formaðurinn segir - Birgir Tjörvi Pétursson
„Mér hafði verið lofað í viðtali hja ykkur að Gróttuliðinu yrði spáð neðsta sætinu fram undir mót. Það er athyglisvert að sjá að það loforð hafi verið svikið. Það hefur legið í loftinu alveg frá því í haust að Gróttu yrði spáð falli og það getur ekki komið okkur á óvart. Það er strákanna að afsanna spána. Ég er mjög bjartsýnn á frammistöðu drengjana. Þeir hafa æft af miklum krafti og það er mikill hugur í þeim. Ég er bjartsýnn á að þeir nýti þetta tækifæri til hins ítrasta."
Komnir:
Ágúst Freyr Hallsson frá ÍR
Karl Friðleifur Gunnarsson frá Breiðabliki á láni
Farnir:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson í Víking R. (Var á láni)
Orri Steinn Óskarsson í FC Kaupmannahöfn
Fyrstu fimm leikir Gróttu:
14. júní Breiðablik - Grótta
20. júní Grótta - Valur
29. júní Fylkir - Grótta
4. júlí Grótta - HK
8. júlí Fjölnir - Grótta
Sjá einnig:
Hin hliðin - Karl Friðleifur Gunnarsson
Hin hliðin - Hákon Valdimarsson
Leikmenn Gróttu sumarið 2020:
Hákon Rafn Valdimarsson-1
Arnar Þór Helgason-2
Bjarki Már Leósson-3
Bjarni Rögnvaldsson-4
Patrekur Orri Pétursson-5
Sigurvin Reynisson-6
Pétur Theodór Árnason-7
Júlí Karlsson-8
Axel Sigurðarson-9
Kristófer Orri Pétursson-10
Sölvi Björnsson-11
Jón Ívan Rivine-12
Daði Már Patrekur Johanesson-13
Ágúst Freyr Hallson-14
Halldór Kristján Baldursson-15
Kristófer Melsted-16
Agnar Guðjónsson-17
Kjartan Kári Halldórsson-18
Axel Freyr Harðarson-19
Karl Friðleifur Gunnarsson-20
Óskar Jónsson-21
Ástbjörn Þórðarson-22
Dagur Guðjónsson-23
Valtýr Már Michaelsson-25
Gabríel Hrannar Eyjólfsson-26
Gunnar Jónas Hauksson-27
Grímur Ingi Kjartansson-28
Oliver Dagur Thorlacius-29
Theodór Árni Mathiesen-33
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Grótta 20 stig
12. Fjölnir 14 stig
Um liðið: Grótta kom öllum á óvart með því að vinna 1. deildina síðastliðið sumar. Grótta fór upp úr 2. deildinni árið 2018 en Seltirningar hafa mikið flakkað á milli 1 og 2. deildar undanfarin ár. Í fyrra fór liðið fljótlega í toppbaráttuna í 1. deildinni og endaði á að tryggja sér sigur í deildinni í lokaumferðinni. Grótta spilar því í fyrsta skipti í efstu deild í sumar og mikil spenna er fyrir sumrinu á Seltjarnarnesi.
Þjálfari - Ágúst Gylfason: Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki síðastliðið haust eftir að hafa farið upp um deild tvö ár í röð með Gróttu. Ágúst Gylfason skipti um þjálfaraúlpu vð Óskar og tók við starfi hans á Seltjarnarnesi. Ágúst hefur endað í 2. sæti með Breiðablik undanfarin tvö ár auk þess sem liðið fór í bikarúrslit 2018. Áður en Águst tók við Blikum stýrði hann Fjölni í áraraðir.
Styrkleikar: Stemningin í Gróttu liðinu er mikil og leikmenn sem og stuðningsmenn eru staðráðnir í að láta til sín taka í deildinni. Föst leikatriði skiluðu Gróttu mjög mörgum mörkum í fyrra en liðið er með nokkra hávaxna leikmenn í sínu liði. Leikmannahópurinn hefur lítið breyst undanfarin ár og leikmenn þekkja hvorn annan inn og út. Leikstíll liðsins gæti þó breyst undir stjórn Gústa í sumar.
Veikleikar: Grótta hefur ekki fengið mikinn liðsstyrk í vetur og spurning er hvort hópurinn sé nægilega öflugur fyrir Pepsi Max-deildina. Mjög fáir leikmenn liðsins hafa reynslu af því að spila í efstu deild og eru óreyndir á stóra sviðinu. Í fyrra spilaði Grótta sóknarbolta og stjórnaði oftast ferðinni í leikjum sínum. Það verður mun erfiðara í sumar og spurning er hvernig varnarleikurnn gengur þegar andstæðingarnir stjórna leikjunum.
Lykilmenn: Pétur Theodór Árnason og Hákon Rafn Valdimarsson. Pétur var markahæstur í 1. deildinni í fyrra ásamt Helga Guðjónssyni en hann skoraði fimmtán mörk. Stór og stæðilegur framherji sem gæti valdið usla í vörnum andstæðinga í sumar. Hákon er mjög efnilegur markvörður sem var í lykihlutverki hjá Gróttu í fyrra. Öflugur á milli stanganna og mikilvægur í uppspili Gróttu.
Gaman að fylgjast með: Axel Freyr Harðarson og Arnar Þór Helgson. Axel Freyr er snöggur og kröftugur kantmaður sem átti frábært tímabil í fyrra. Arnar er hávaxinn varnarmaður sem er harður í horn að taka. Skoraði nokkur mikilvæg mörk eftir föst leikatriði í fyrra.
Spurningarnar: Er Grótta með nægilega sterkan hóp fyrir Pepsi Max-deildina? Munu föstu leikatriðin halda áfram að gefa liðinu í sumar? Gengur upp að hafa lið í efstu deild með leikmenn sem fá ekki greidd laun?
Völlurinn: Vivaldi-völlurinn á Seltjarnarnesi. Unnið hefur verið í vallarsvæðinu í vetur og verið er að bæta við sætum í stúkuna. Skemmtileg stemning myndaðist á leikjum í Seltjarnarnesi í fyrra.
Formaðurinn segir - Birgir Tjörvi Pétursson
„Mér hafði verið lofað í viðtali hja ykkur að Gróttuliðinu yrði spáð neðsta sætinu fram undir mót. Það er athyglisvert að sjá að það loforð hafi verið svikið. Það hefur legið í loftinu alveg frá því í haust að Gróttu yrði spáð falli og það getur ekki komið okkur á óvart. Það er strákanna að afsanna spána. Ég er mjög bjartsýnn á frammistöðu drengjana. Þeir hafa æft af miklum krafti og það er mikill hugur í þeim. Ég er bjartsýnn á að þeir nýti þetta tækifæri til hins ítrasta."
Komnir:
Ágúst Freyr Hallsson frá ÍR
Karl Friðleifur Gunnarsson frá Breiðabliki á láni
Farnir:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson í Víking R. (Var á láni)
Orri Steinn Óskarsson í FC Kaupmannahöfn
Fyrstu fimm leikir Gróttu:
14. júní Breiðablik - Grótta
20. júní Grótta - Valur
29. júní Fylkir - Grótta
4. júlí Grótta - HK
8. júlí Fjölnir - Grótta
Sjá einnig:
Hin hliðin - Karl Friðleifur Gunnarsson
Hin hliðin - Hákon Valdimarsson
Leikmenn Gróttu sumarið 2020:
Hákon Rafn Valdimarsson-1
Arnar Þór Helgason-2
Bjarki Már Leósson-3
Bjarni Rögnvaldsson-4
Patrekur Orri Pétursson-5
Sigurvin Reynisson-6
Pétur Theodór Árnason-7
Júlí Karlsson-8
Axel Sigurðarson-9
Kristófer Orri Pétursson-10
Sölvi Björnsson-11
Jón Ívan Rivine-12
Daði Már Patrekur Johanesson-13
Ágúst Freyr Hallson-14
Halldór Kristján Baldursson-15
Kristófer Melsted-16
Agnar Guðjónsson-17
Kjartan Kári Halldórsson-18
Axel Freyr Harðarson-19
Karl Friðleifur Gunnarsson-20
Óskar Jónsson-21
Ástbjörn Þórðarson-22
Dagur Guðjónsson-23
Valtýr Már Michaelsson-25
Gabríel Hrannar Eyjólfsson-26
Gunnar Jónas Hauksson-27
Grímur Ingi Kjartansson-28
Oliver Dagur Thorlacius-29
Theodór Árni Mathiesen-33
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Benedikt Bóas Hinriksson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir