Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   mið 05. júní 2024 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Viðarsson nýr íþróttastjóri Gent (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er tekinn við starfi sem íþróttastjóri belgíska félagsins Gent. Frá þessu greindi félagið í morgun. Arnar hefur verið þjálfari unglingaliðs Gent en fer nú í annað starf hjá félaginu.

Félagið tilkynnti að Wouter Vrancken væri tekinn við sem þjálfari Gent en hann er fyrrum þjálfari Genk. Vrancken tekur við af Hein Vanhaezebrouck sem var við stjórnvölinn þegar Gent lagði Breiðablik í Sambandsdeildinni í vetur. Vanhaezebrouck var í fjögur ár hjá Gent.

Arnar er 46 ára og segir í tilkynningu Gent að hann muni vinna náið með nýjum þjálfara liðsins. Arnar var rekinn sem landsliðsþjálfari í fyrra en hann hafði einnig starfað sem yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ. Arnar hefur lengi búið í Belgíu en þar lék hann á atvinnumannaferlinum og stýrði svo Cercle Brugge og var bráðabirgðastjóri hjá Lokeren.

Andri Lucas Guðjohnsen er líklega á leiðinni til félagsins frá Lyngby en það á eftir að staðfesta þau tíðindi. Gent hefur einnig verið orðað við Ísak Bergmann Jóhannesson.
   04.06.2024 15:23
Andri Lucas: Gent frábær klúbbur og yrði mjög gott skref


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner