Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 04. júní 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
London
Andri Lucas: Gent frábær klúbbur og yrði mjög gott skref
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum á næstu dögum. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum á föstudaginn og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.

Íslenski hópurinn er mættur til London og Andri Lucas Guðjohnsen spjallaði við Fótbolta.net í hótelgarði landsliðsins.

„Þetta er geggjaður leikur að spila, á Wembley gegn stórliði eins og Englandi. Við erum spenntir fyrir þessu," segir Andri, sem fæddist í London (þegar Eiður Smári faðir hans lék með Chelsea) en segir þetta þó alls ekki vera eins og að koma heim.

„Nei ég get ekki sagt það, maður var fjögurra ára þegar maður flutti svo yfir til Barcelona. Ég man ekki eftir miklu."

„Þetta eru tveir erfiðir leikir en tækifæri fyrir okkur að æfa varnarleikinn og það sem við þurfum að fara yfir og bæta okkur. Svo vonumst við eftir því að fá einhverjar sóknir og færi líka."

Andri segist ekki vita hvenær sala hans frá Lyngby til belgíska félagsins Gent verði staðsett. Hann segir félögin vera að ræða málin sín á milli og enn sé ekkert staðfest. Hann er þó spenntur fyrir þessu skrefi.

„Gent er frábær klúbbur og belgíska deildin mjög sterk. Þetta yrði mjög flott skref," segir Andri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Andri um frábært tímabil sitt með Lyngby þar sem hann varð næstmarkahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner