Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   þri 04. júní 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
London
Andri Lucas: Gent frábær klúbbur og yrði mjög gott skref
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum á næstu dögum. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum á föstudaginn og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.

Íslenski hópurinn er mættur til London og Andri Lucas Guðjohnsen spjallaði við Fótbolta.net í hótelgarði landsliðsins.

„Þetta er geggjaður leikur að spila, á Wembley gegn stórliði eins og Englandi. Við erum spenntir fyrir þessu," segir Andri, sem fæddist í London (þegar Eiður Smári faðir hans lék með Chelsea) en segir þetta þó alls ekki vera eins og að koma heim.

„Nei ég get ekki sagt það, maður var fjögurra ára þegar maður flutti svo yfir til Barcelona. Ég man ekki eftir miklu."

„Þetta eru tveir erfiðir leikir en tækifæri fyrir okkur að æfa varnarleikinn og það sem við þurfum að fara yfir og bæta okkur. Svo vonumst við eftir því að fá einhverjar sóknir og færi líka."

Andri segist ekki vita hvenær sala hans frá Lyngby til belgíska félagsins Gent verði staðsett. Hann segir félögin vera að ræða málin sín á milli og enn sé ekkert staðfest. Hann er þó spenntur fyrir þessu skrefi.

„Gent er frábær klúbbur og belgíska deildin mjög sterk. Þetta yrði mjög flott skref," segir Andri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Andri um frábært tímabil sitt með Lyngby þar sem hann varð næstmarkahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner