Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 04. júní 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
London
Andri Lucas: Gent frábær klúbbur og yrði mjög gott skref
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum á næstu dögum. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum á föstudaginn og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.

Íslenski hópurinn er mættur til London og Andri Lucas Guðjohnsen spjallaði við Fótbolta.net í hótelgarði landsliðsins.

„Þetta er geggjaður leikur að spila, á Wembley gegn stórliði eins og Englandi. Við erum spenntir fyrir þessu," segir Andri, sem fæddist í London (þegar Eiður Smári faðir hans lék með Chelsea) en segir þetta þó alls ekki vera eins og að koma heim.

„Nei ég get ekki sagt það, maður var fjögurra ára þegar maður flutti svo yfir til Barcelona. Ég man ekki eftir miklu."

„Þetta eru tveir erfiðir leikir en tækifæri fyrir okkur að æfa varnarleikinn og það sem við þurfum að fara yfir og bæta okkur. Svo vonumst við eftir því að fá einhverjar sóknir og færi líka."

Andri segist ekki vita hvenær sala hans frá Lyngby til belgíska félagsins Gent verði staðsett. Hann segir félögin vera að ræða málin sín á milli og enn sé ekkert staðfest. Hann er þó spenntur fyrir þessu skrefi.

„Gent er frábær klúbbur og belgíska deildin mjög sterk. Þetta yrði mjög flott skref," segir Andri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Andri um frábært tímabil sitt með Lyngby þar sem hann varð næstmarkahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir