Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 04. júní 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
London
Andri Lucas: Gent frábær klúbbur og yrði mjög gott skref
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum á næstu dögum. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum á föstudaginn og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.

Íslenski hópurinn er mættur til London og Andri Lucas Guðjohnsen spjallaði við Fótbolta.net í hótelgarði landsliðsins.

„Þetta er geggjaður leikur að spila, á Wembley gegn stórliði eins og Englandi. Við erum spenntir fyrir þessu," segir Andri, sem fæddist í London (þegar Eiður Smári faðir hans lék með Chelsea) en segir þetta þó alls ekki vera eins og að koma heim.

„Nei ég get ekki sagt það, maður var fjögurra ára þegar maður flutti svo yfir til Barcelona. Ég man ekki eftir miklu."

„Þetta eru tveir erfiðir leikir en tækifæri fyrir okkur að æfa varnarleikinn og það sem við þurfum að fara yfir og bæta okkur. Svo vonumst við eftir því að fá einhverjar sóknir og færi líka."

Andri segist ekki vita hvenær sala hans frá Lyngby til belgíska félagsins Gent verði staðsett. Hann segir félögin vera að ræða málin sín á milli og enn sé ekkert staðfest. Hann er þó spenntur fyrir þessu skrefi.

„Gent er frábær klúbbur og belgíska deildin mjög sterk. Þetta yrði mjög flott skref," segir Andri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Andri um frábært tímabil sitt með Lyngby þar sem hann varð næstmarkahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner