Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   þri 04. júní 2024 15:23
Elvar Geir Magnússon
London
Andri Lucas: Gent frábær klúbbur og yrði mjög gott skref
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir tveimur sterkum andstæðingum í vináttuleikjum á næstu dögum. Fyrst er það England á Wembley í Lundúnum á föstudaginn og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.

Íslenski hópurinn er mættur til London og Andri Lucas Guðjohnsen spjallaði við Fótbolta.net í hótelgarði landsliðsins.

„Þetta er geggjaður leikur að spila, á Wembley gegn stórliði eins og Englandi. Við erum spenntir fyrir þessu," segir Andri, sem fæddist í London (þegar Eiður Smári faðir hans lék með Chelsea) en segir þetta þó alls ekki vera eins og að koma heim.

„Nei ég get ekki sagt það, maður var fjögurra ára þegar maður flutti svo yfir til Barcelona. Ég man ekki eftir miklu."

„Þetta eru tveir erfiðir leikir en tækifæri fyrir okkur að æfa varnarleikinn og það sem við þurfum að fara yfir og bæta okkur. Svo vonumst við eftir því að fá einhverjar sóknir og færi líka."

Andri segist ekki vita hvenær sala hans frá Lyngby til belgíska félagsins Gent verði staðsett. Hann segir félögin vera að ræða málin sín á milli og enn sé ekkert staðfest. Hann er þó spenntur fyrir þessu skrefi.

„Gent er frábær klúbbur og belgíska deildin mjög sterk. Þetta yrði mjög flott skref," segir Andri en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Andri um frábært tímabil sitt með Lyngby þar sem hann varð næstmarkahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner