mán 05. júlí 2021 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Smit hjá liðinu sem FH mætir
FH mætir Sligo Rovers frá Írlandi.
FH mætir Sligo Rovers frá Írlandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lið Sligo Rovers stefnir á það að ferðast til Íslands á morgun fyrir leik sinn við FH í Sambandsdeildinni.

Fyrri leikur liðanna fer fram á Kaplakrikavelli og seinni leikurinn í Írlandi viku síðar.

Irish Times segir frá því í dag að tveir leikmenn liðsins muni ekki ferðast með liðinu - að minnsta kosti. Einn leikmaður Sligo greindist með kórónuveiruna og flýgur því ekki með liðinu. Hinn leikmaðurinn sem fer ekki með er í sóttkví.

Allir leikmenn liðsins fóru aðra í sýnatöku og núna er beðið eftir niðurstöðum. Samkvæmt Irish Times þá munu niðurstöðurnar segja til um það hvort liðið geti tekið þátt í leiknum í Kaplakrika eða ekki.

Bæði FH og Stjarnan mæta írskum liðum. FH mætir Sligo Rovers og Stjarnan mætir Bohemian. Íslensku liðin leika fyrri leikina sína á heimavelli. Breiðablik mætir svo Racing FC Union Lëtzebuerg frá Lúxemborg og byrjar einvígið á útivelli.
Athugasemdir
banner