Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. september 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gústi Gylfa: Finnst alveg með ólíkindum að þetta skuli vera í umræðunni
Jökull og Ágúst Gylfason
Jökull og Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alls ekki, það er ekkert alls ekkert ósætti innan raða Stjörnunnar. Það er alveg klárt, það hefur aldrei verið," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, í viðtali við Fótbolta.net eftir leik gegn Keflavík í gær.

Einhverjar sögusagnir hafa verið um slíkt og talað um að Gústi og Jökull Elísabetarson ætli sér ekki að starfa saman á næsta ári.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 Keflavík

„Maður heyrði rosalega mikið í vetur að þeir tveir væru fullkomnir saman. Svo hefur maður heyrt meira og meira um það að þetta sé ekki alveg þannig, að hugmyndum þeirra sé aðeins farið að stangast saman," sagði Albert Brynjar Ingason í Dr. Football á dögunum.

Sjá einnig:
Verður þetta eina tímabil Jökuls hjá Stjörnunni?

„Það er alveg oft sem við erum ósammála til að byrja með en við endum yfirleitt sammála. Ég held að það sé ekki hægt að halda öðru fram en að það hafi gengið vel," sagði Jökull við Fótbolta.net í síðustu viku.

„Mér finnst alveg með ólíkindum að þetta skuli vera í umræðunni," bætti Gústi við. Viðtalið við Gústa má sjá hér að neðan.
Gústi Gylfa: Við erum bara brjálaðir út í okkur sjálfa
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner