Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mán 05. september 2022 22:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg"
Óli Jó
Óli Jó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir að taka við Val?
Heimir að taka við Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum náttúrulega ekki með í fyrri hálfleik," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali eftir tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld. Tapið var fyrsta tap Vals undir stjórn Óla í þessari þjálfaratíð hans.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Það var mjög dýrt, við nánast vorum áhorfendur í leiknum þá. En mér fannst við vera fínir í seinni hálfleikinn og það er fúlt að tapa leiknum - fyrst við fórum með jafnt í hálfleik - því við vorum ekki síðri en Blikarnir í seinni hálfleik," saðgi Óli. En hvað orsakaði þessa frammistöðu í seinni hálfleik?

„Fyrst og fremst var það þannig að við vorum bara skíthræddir og miðjumennirnir duttu niður í varnarlínuna. Svo vorum við að setja langan bolta fram og þá var langt í næstu menn í að vinna seinni bolta. Það var nánast allt í fyrri hálfleik. Já, í fyrri hálfleik var erfit að eiga við Blikana en það var ekkert sérstaklega erfitt í seinni hálfleik. Við vorum allt í lagi í seinni hálfleik."

Valsmenn gerðu tvöfalda skiptingu eftir um klukkutíma leik. Orri Hrafn Kjartansson og Haukur Páll Sigurðsson fóru af velli. Skömmu áður hafði Orri fengið upplagt tækifæri til að ná skoti á mark Blika einn gegn Antoni Ara Einarssyni í marki Blika en móttakan klikkaði hjá Orra.

Aðspurður segir Óli að Orri hafi ekki verið tekinn af velli fyrir að klikka í því atriði. Einnig rétt á undan braut Haukur Páll af sér á gulu spjaldi. Var hann tekinn af velli þar sem hann var kominn á þetta klassíska appelsínugula spjald?

„Já, það gæti verið að það væri ekki fjarri lagi," viðurkenndi Óli. Hann var sýnilega mjög ósáttur í kjölfar þessarar tvöföldu skiptingar en illa gekk hjá fréttaritara að fá skýringar af hverju það var.

„Já, ég var ósáttur. Það er nú margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg."

Hvernig meturu möguleikann á Evrópusæti?

„Já, algjörlega. Það er möguleiki. Svo framarlega sem við verðum í lagi þá er það möguleiki."

í lok viðtals var Óli spurður hvort að umræðan um að Heimir Hallgrímsson taki við Val eftir tímabilið trufli sig eitthvað. Svar Ólafs var einfalt: „Nei."
Athugasemdir
banner
banner
banner