Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 05. september 2022 22:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg"
Óli Jó
Óli Jó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir að taka við Val?
Heimir að taka við Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum náttúrulega ekki með í fyrri hálfleik," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali eftir tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld. Tapið var fyrsta tap Vals undir stjórn Óla í þessari þjálfaratíð hans.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Það var mjög dýrt, við nánast vorum áhorfendur í leiknum þá. En mér fannst við vera fínir í seinni hálfleikinn og það er fúlt að tapa leiknum - fyrst við fórum með jafnt í hálfleik - því við vorum ekki síðri en Blikarnir í seinni hálfleik," saðgi Óli. En hvað orsakaði þessa frammistöðu í seinni hálfleik?

„Fyrst og fremst var það þannig að við vorum bara skíthræddir og miðjumennirnir duttu niður í varnarlínuna. Svo vorum við að setja langan bolta fram og þá var langt í næstu menn í að vinna seinni bolta. Það var nánast allt í fyrri hálfleik. Já, í fyrri hálfleik var erfit að eiga við Blikana en það var ekkert sérstaklega erfitt í seinni hálfleik. Við vorum allt í lagi í seinni hálfleik."

Valsmenn gerðu tvöfalda skiptingu eftir um klukkutíma leik. Orri Hrafn Kjartansson og Haukur Páll Sigurðsson fóru af velli. Skömmu áður hafði Orri fengið upplagt tækifæri til að ná skoti á mark Blika einn gegn Antoni Ara Einarssyni í marki Blika en móttakan klikkaði hjá Orra.

Aðspurður segir Óli að Orri hafi ekki verið tekinn af velli fyrir að klikka í því atriði. Einnig rétt á undan braut Haukur Páll af sér á gulu spjaldi. Var hann tekinn af velli þar sem hann var kominn á þetta klassíska appelsínugula spjald?

„Já, það gæti verið að það væri ekki fjarri lagi," viðurkenndi Óli. Hann var sýnilega mjög ósáttur í kjölfar þessarar tvöföldu skiptingar en illa gekk hjá fréttaritara að fá skýringar af hverju það var.

„Já, ég var ósáttur. Það er nú margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg."

Hvernig meturu möguleikann á Evrópusæti?

„Já, algjörlega. Það er möguleiki. Svo framarlega sem við verðum í lagi þá er það möguleiki."

í lok viðtals var Óli spurður hvort að umræðan um að Heimir Hallgrímsson taki við Val eftir tímabilið trufli sig eitthvað. Svar Ólafs var einfalt: „Nei."
Athugasemdir
banner