29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mán 05. september 2022 22:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg"
Óli Jó
Óli Jó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir að taka við Val?
Heimir að taka við Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum náttúrulega ekki með í fyrri hálfleik," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali eftir tap gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld. Tapið var fyrsta tap Vals undir stjórn Óla í þessari þjálfaratíð hans.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Það var mjög dýrt, við nánast vorum áhorfendur í leiknum þá. En mér fannst við vera fínir í seinni hálfleikinn og það er fúlt að tapa leiknum - fyrst við fórum með jafnt í hálfleik - því við vorum ekki síðri en Blikarnir í seinni hálfleik," saðgi Óli. En hvað orsakaði þessa frammistöðu í seinni hálfleik?

„Fyrst og fremst var það þannig að við vorum bara skíthræddir og miðjumennirnir duttu niður í varnarlínuna. Svo vorum við að setja langan bolta fram og þá var langt í næstu menn í að vinna seinni bolta. Það var nánast allt í fyrri hálfleik. Já, í fyrri hálfleik var erfit að eiga við Blikana en það var ekkert sérstaklega erfitt í seinni hálfleik. Við vorum allt í lagi í seinni hálfleik."

Valsmenn gerðu tvöfalda skiptingu eftir um klukkutíma leik. Orri Hrafn Kjartansson og Haukur Páll Sigurðsson fóru af velli. Skömmu áður hafði Orri fengið upplagt tækifæri til að ná skoti á mark Blika einn gegn Antoni Ara Einarssyni í marki Blika en móttakan klikkaði hjá Orra.

Aðspurður segir Óli að Orri hafi ekki verið tekinn af velli fyrir að klikka í því atriði. Einnig rétt á undan braut Haukur Páll af sér á gulu spjaldi. Var hann tekinn af velli þar sem hann var kominn á þetta klassíska appelsínugula spjald?

„Já, það gæti verið að það væri ekki fjarri lagi," viðurkenndi Óli. Hann var sýnilega mjög ósáttur í kjölfar þessarar tvöföldu skiptingar en illa gekk hjá fréttaritara að fá skýringar af hverju það var.

„Já, ég var ósáttur. Það er nú margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg."

Hvernig meturu möguleikann á Evrópusæti?

„Já, algjörlega. Það er möguleiki. Svo framarlega sem við verðum í lagi þá er það möguleiki."

í lok viðtals var Óli spurður hvort að umræðan um að Heimir Hallgrímsson taki við Val eftir tímabilið trufli sig eitthvað. Svar Ólafs var einfalt: „Nei."
Athugasemdir
banner
banner