Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 05. október 2024 16:51
Elvar Geir Magnússon
Fylkir getur fallið á morgun
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigur Vestra gegn Fram í Bestu deildinni í dag gerir það að verkum að Fylkir getur fallið úr deildinni á morgun þegar liðið heimsækir HK í Kórinn.

Fylkir þarf á sigri að halda til að eiga von á að halda sæti sínu, annars er staðfest að liðið mun spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili.

Fylkir hefur verið í fallsæti nánast allt tímabilið og hefur ekki unnið síðan 18. ágúst, en þá vann liðið 2-0 útisigur í Kórnum þar sem Emil Ásmundsson og Þóroddur Víkingsson skoruðu mörkin.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

sunnudagur 6. október

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 ÍA-FH (ELKEM völlurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-KR (Greifavöllurinn)
17:00 HK-Fylkir (Kórinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 24 17 4 3 62 - 25 +37 55
2.    Breiðablik 24 17 4 3 56 - 28 +28 55
3.    Valur 24 11 6 7 57 - 38 +19 39
4.    Stjarnan 24 11 5 8 45 - 37 +8 38
5.    ÍA 24 10 4 10 41 - 36 +5 34
6.    FH 24 9 6 9 39 - 42 -3 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 24 8 7 9 38 - 42 -4 31
2.    Fram 25 8 6 11 36 - 43 -7 30
3.    KR 24 6 7 11 44 - 49 -5 25
4.    Vestri 25 6 7 12 30 - 48 -18 25
5.    HK 24 6 3 15 30 - 61 -31 21
6.    Fylkir 24 4 5 15 27 - 56 -29 17
Athugasemdir
banner
banner