Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri til í að sjá Lampard snúa aftur heim
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, fyrrum stjóri Chelsea, var á dögunum orðaður við stjórastarfið hjá Roma á Ítalíu en Jeff Stelling, þáttastjórnandi hjá Talksport, væri til að sjá hann aftur taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.

Stelling væri til í að sjá Frank Lampard taka við West Ham ef það starf losnar.

Julen Lopetegui tók við West Ham af David Moyes síðasta sumar en hann hefur ekki farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og það hefur pressa myndast á honum.

Forráðamenn West Ham voru í skýjunum þegar Lopetegui var ráðinn en liðið tapaði 3-0 gegn Nottingham Forest á laugardaginn og var það fimmta tap liðsins á tímabilinu.

Lampard er uppalinn hjá West Ham og Stelling væri spenntur að sjá hann taka við liðinu þó stjóraferill hans hafi ekki verið ýkja merkilegur hingað til.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner